Leita í fréttum mbl.is

Róbert Óli, þetta er til þín!

Ástæða færslu þessarar er sú að ég hef nú sett inn lag eitt er nefnist "Það fær ekkert í veröld því breytt" Forsaga þessa lags er sú að fyrir kannski svona fimm árum var ég í bíltúr með einum albesta vini mínum, honum Róberti, og lagið "Endalaust" með Sverri Bermann hljómaði í útvarpinu. Róbert er þekktur fyrir að vera í flokki væmnustu manna landsins og lofsamaði lagið. Ég reyndi að mótmæla með þeim orðum að þvílík væmni og óbjóður er birtist í texta lagsins dvergaði sjálfa Opruh en hún hefur unnið væmnibikarinn þrjú ár í röð og fékk hann loks til eignar. Róbert var á öndverðum meiði við mig og sagði að það þyrfti nú snjallan textahöfund með hjartað á réttum stað til að semja slíkan ástaróð. Ég sagði að fátt væri léttara en að semja væminn ástartexta við stolið lag. Róbert tók mig á orðinu og sagði; Gerðu það þá!

Fór ég því heim á leið, tók mér gítar í hönd og hóf textasmíð. Textinn skyldi bera af í væmni og innihalda allar þær væmnustu líkingar sem til eru á íslenskri tungu. Sál, ást, líta í augu, gleyma ekki stundu, elska heitar en lífið, óska, fara frá mér, ekkert í veröldinni getur breytt því, fel líf mitt í þínar hendur, frá mínu hjarta, speglast í þér, aðdáun, þrá, innra með mér, hamingja, farðu ekki frá mér, lifa við hlið þér er draumur og ég vil ekki vakna frá þér...... allt þetta kemur fram í orðabók væmna gæjans og einnig í mínum litla texta en svo má auðvitað ekki gleyma þeim sígildu rímorðum mig og sig, mér og þér, mín og þín.

Grínið sprakk síðan í andlitið á sjálfum mér þegar Róbert tjáði mér að honum líkaði lagið. Lagið er hér með gert opinbert og endilega segið ykkar skoðun á dýrgripnum. 

l_f594326f7bb11d2a3467953ec3bc6de4

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott lag Siggi:) æðislega sætur texti

Björk (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 23:05

2 identicon

Ég táraðist, ég er ekki alveg viss hvaða tilfinningar ollu því en tárin streymdu.

Björn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:55

3 identicon

Eigi er mér skapleg útreið sú er ég hef hlotið í skoðanakönnunum Sigurður. Víst er að ýmis tíðendi þau er þér skálduðuð, um Afríkuför okkar fóstbræðra, hafa síst verið mér til sæmdarauka og virðist mér sem lygavegur sá er þér hafið spunnið á milli lesenda þinna og ljóss sannleikans hafi aðeins gert þá að hálfu verri helvítisbörnum en þér sjálfir eruð.

Á efsta degi, á stund sannleikans, þegar sólin sortnar og stjörnurnar detta af festingunni, í hreingerningunni miklu þegar sonurinn kemur að uppræta nöðrukynið, munu þeir hægast brenna sem hraðast hlupu frá ljósi kærleikans.

Magnús Björn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Skáldmæltur eruð þér bróðir Magnús eins og þér eigið kyn til og munu ofanrituð orð yðar aðeins vera til að auka hróður yðar hjá gyðju skáldskapar. Hitt ber að sýta að sannleikanum hafið þér hliðrað í orðaleik yðar og biðst ég undan þeim lygum er þér berið á vor til þess eins að upphefja sjálfa yður.

Vei þér bróðir Magnús fyrir yðar auðvirðulegu tilraun til að afvegaleiða sannleiksþyrsta lesendur. Er þeirra hagur betur settur án véfrétta Magnúsar af Sóleyjargötu.

Yðar fyrirmynd, Sigurður frá Sjálfshóli

Sigurður Eggertsson, 25.9.2008 kl. 17:31

5 identicon

Þetta er án efa besta lag sem ég hef EKKI heyrt! Legg til að því verði snarað yfir á ensku og sent í júróvisjón strax í vor. Þú Sigurður syngur þennna ástaróð ber að ofan eins og forveri þinn, annað væri bara skandall.

Kv Dotti sem felldi enginn tár enda úr stáli

Dotti (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:51

6 identicon

Siggi !

 Ég er geggt harður gaur og þú veist það !!

 kv. Robbi

 p.s. fyrir þá sem ekki vita þá samdi Sigurður þetta lag í fúlustu alvöru og ætlaði að heilla stelpur uppúr skónum með alltílæ söng og góðu gítarspili....

Ég get líka fullvissað ykkur um það að laaang flestar hellaferðir Sigurðar eru þessu lagi að þakka !

Robbi (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:08

7 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Kæri Róbert. Ekki feta í ófagra slóð Magnúsar og bera lygar í lesendur mína.

Sigurður Eggertsson, 25.9.2008 kl. 20:12

8 identicon

Mér finnst að þú ættir að leggja fyrir þig lagasmíðar, ekki spurning. Ég get svo sungið lögin þín og við getum grætt helling af seðlum :)  Ó je...

Þóra (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 21:52

9 identicon

siggi minn... ég veit ekki betur en að þú hafir byrjað að spila þetta lag fyrir mig... og síðan man ég ekki meira...

vaknaði með blautann anus og ónýtt tilfinningalíf.. þannig að ég stendi við það að allar hellaferðir sigurður eru tengdar þessu lagi ;)

Robbi (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband