Leita í fréttum mbl.is

Í minningu jóla kemur texti við Bjart er yfir Betlehem

Napurt er á Næstabar,

bad_santa_2_938178.jpg

neonljósin skæru.

Sálartetur situr þar,

syrgir eigin æru.

Varð hann því næst vitfirrtur,

vegalaus og smáður.

Vinalaus og vanhirtur,

vímuefnum háður.

 

 

  


Að hjóla í vinnuna- mótljóð við slíkri vitleysu.

 Nú er í gangi hið æsispennandi prógramm Hjólað í vinnuna og keppast samkennarar mínir um að ausa hjólaferðir lofi. Nú er ég raunsýnn maður og vil ég veita þeim örlitla innsýn í þann harmleik sem í raun býr á bak við þá ákvörðun að stíga á hjólfákinn. 

 

 

Á Ísalandi enginn fer

bicycle-crash

út með réttu ráði að hjóla

Það fólk sem hjóli fögnuð ber

fylgdist ekki með í skóla

 

Að detta þvílík della í hug

að drattast út og upp á hjólið

Því veðrið á þér vinnur bug

og vondur hnakkur skaðar tólið.


æ ég veit það ekki

þessi ljóð á dag kúr er kannski ekki jafn sniðug hugmynd og mér fannst hérna áður fyrr. Flest eru nefnilega ljóðin persónuleg og ef til vill eiga þau frekar heima í huga mínum heldur en fyrir allra augum. allavega ætla ég að beila á þessari hugmynd minni, í bili allavega. biðst forláts hafi ég vakið upp vonir þyrstra lesenda. veriði berrössuð og sæl að sinni

ljóð á dag kemur skapinu í lag

Er að pæla í að henda inn einu ljóði á dag (kannski viku ef ég finn ekki fyrir miklum stuðningi). Ljóðin eru bæði gömul og ný og hafa sum birst áður hér á síðunni. Með þeim fylgja ef til vill skýringar á tilefni ljóðsins hverju sinni. Flest ljóðin standast ströngustu kröfur, þ.e. atkvæðafjölda, stuðla, höfuðstafi og rím en einstaka fara flatt á því.
Það fyrsta í röðinni var ort til Ívars vinar Þorbjörns. Átti hann þrítugsafmæli og það eina persónulega sem ég fékk að vita um drenginn áður en ég byrjaði var að hann væri mikill kvennaljómi en ætti erfitt að haldast á þeim blessuðum.

Ívar hann er engum líkur,
Allir kunna vel við hann
Hefur legið hundrað tíkur
Handbragðið á konum kann

Ívars skaufi skapar hita
Skellir sér í blómin bleik
Því að eins og allir vita
alvanur í ástarleik


Forvörn gegn fegurðarsamkeppnum

Ég vil benda foreldrum þeim sem eiga það á hættu að missa barnið sitt út í fegurðarkeppni á forvörn sem klikkar seint. Sú forvörn liggur í áhorfi tilvonandi fegurðarbarns á eftirfarandi þátt Evu Maríu þar sem hún tekur viðtal við Sirrý Geirs. Sirrý þessi er fyrrum ungfrú Ísland og hefur það svo sannarlega sett mark sitt á líf hennar. Lokaorð hennar kristalla líf fegurðardrottningarinnar; "Ég hef allavega aldrei stundað vændi."

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4414573

myndir_1._des_016

Gleðigjafinn guggnar á gamanseminni

Ef maður skyldi nú verða skotinn

það skeður oft bara si svona

Þá dugir ekki að sitja með hendur í skauti

niðrí Hafnarstræti og bara vona

Það eru aðeins þeir sem róa til fiskjar sem fá

Ef maður ber sig eftir björginni þá bætir almættið því við sem vantar uppá. (Megas)

Allt of margt við að fást þessa dagana svo ég tek mér smá pjásu uns ég hef eitthvað sneddý að segja frá. Þar til af því verður, góðar stundir. siggi litli gleðigjafi

77 Bye Bye Portacath

 


Margt er manns gaman

Var á reunioni um helgina og allt hið ágætasta um það að segja. Fólk hafði lítið breyst og sama stéttskipting ríki og gerði í Austurbæjarskólanum fyrir 10 árum. Rifjuð voru upp fjöldi atvika og sagna sem glöddu viðstadda. Ein sagan vakti þó sérstaka hrifningu og reyni ég að koma henni klakklaust hér til skila;
Þannig var mál með vexti að íslenskutímar voru kenndir í bíósalnum og sátu báðir bekkirnir þá tíma. Bíósalurinn var hallandi og fremst var stórt svið. Á sviðinu var púlt þar sem kennarinn athafnaði sig en til hliðar við púltið var flygill. Eitt sinn sátum við í tíma og hlustuðum á Kjartan íslenskukennara þylja upp eitthvað íslenskutengt. (Kjartan þessi er faðir Sigurjóns Kjartanssonar Tvíhöfða og ágætiskennari í alla staði þrátt fyrir að hafa haft tilhneigingar til að vera nokkuð fýlugjarn.) Núnú, í miðum tíma vill svo til að kókdós rúllaði niður salinn á mili sætaraðanna og myndaði töluverðan skarkala sem varði lengi því það tók dósina ágætistíma að komast alla leið niður. Vakti þetta einstaka kátínu nemenda og eftir tímann var sammælst um að allir skildu mæta með kókdósir í næsta tíma. Liðu nú dagar og komið var aftur að íslenskukennslunni í bíósalnum. Ótrúleg samstaða hafði náðst um kók-kaup þennan dag og flestir nemandanna mættir með dósir í tösku. Ekki var liðið langt á kennslustundina er fyrsta dósin tók að rúlla niður salinn. Henni fylgdu tylftir dósa og hávaðinn eftir því. Nemendu á fyrsta bekk tóku svo að sér að færa þær dósir sem komnar voru alla leið niður aftur upp í efstu sætaröð. Þetta gekk í smá tíma og reyndi Kjartan að hafa hemil á nemendum sínum. En allt kom fyrir ekki því hlaupið var æði á nemendur sem nutu nýfengis frelsis frá hefðbundinni kennslu til hins ítrasta. Tók þá Kjartan, sem var fyrrverandi orgelspilari, til þess þjóðráðs að hætta að reyna að kenna eða halda uppi aga og þess í stað spila lag á flygilinn. (Hvaða lag það var get enginn rifjað upp.) Upphófust þá súríalískar aðstæður sem ég á bágt með að trúa að eigi sér hliðstæðu í skólasögu landsins. Í stað þess að rúlla dósunum niður salinn fóru nemendur að henda dósunum í Kjartan sem sat sem fastast við flygilinn og hélt ótrauður áfram að spila. Eftir að dósunum hafði rignt yfir gamla manninn í dágóða stund við undirleik hans sáu nemendur smám saman að sér og létu sig hverfa úr salnum.
Eftirmálar þessa máls voru þær að Kjartan sagði starfi sínu lausu og það þurfti undirskrift allra nemenda beggja bekkjanna til þess að fá hann til kennslu að nýju. Ég skrifaði nafn mitt og bætti því við í einskærri góðvild að hann ætti svo sannarlega að mæta aftur því ég elskaði hann af öllu mínu hjarta. Þetta var túlkað sem hæðni og ég kallaður á fund með skólastjórnendum vegna ummæla minna. Ég, sem hafði haft mig hve minnst frammi í dósagleðinni góðu. Að sjálfsögðu mætti ég með mína dós en sver það af mér að hafa fleygt henni í íslenskukennara minn hann Kjartan. Ég bíð þess í ofnæmi að lenda í svipuðu nú þegar ég starfa sem kennari í Hagaskóla.

Undur! Hundur datt í sundur...

Faðir minn fór í sund í dag til að vera ólyktandi í mótmælagöngu dagsins. Á leið til laugar sá hann stóran hóp fólks marsera í átt að miðbænum. Leist honum allvel á hópinn því það gæfi góð fyrirheit fyrir mótmælin að svo margir væru þegar að hópast að. Eftir að hafa skolað af sér mesta skítinn hélt hann niður í bæ en þar brá svo við að fjöldinn var töluvert undir þeim væntingum er hann hafði gert sér vonir um. Spurðist hann fyrir um hverju þetta sætti og fékk þau svör að fylkingin sem hann sá fyrr um daginn samanstóð af hundaeigendum.funny_dog_man_doctored_picture

Mikið þykir mér sorglegt sem stoltum Íslendingi að vita til þess að fleiri mæti í göngu hundaeigenda en göngu þar sem því er mótmælt að farið sé með okkur eins og hunda.


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðslega ríkur

Það kemur jafnvel upp á bestu bæjum að hugmyndaflugið virðist vera uppurið um stund. Sökum anna hef ég hvorki tíma né þrek til að hugsa upp ný og skemmtileg skrif handa alþýðu Íslands. Þykir mér það synd en lítið annað hægt að gera en að viðurkenna vandann og takast á við hann. Það er ég viss um að skáldskapargyðjan fari aftur að reyna við mig í fyllingu tímans og nýjar og spennandi færslur líti dagsins ljós. En þar sem hún liggur nú undir öðrum pennum hef ég úr litlu að moða og set því video af mér meir spennandi fólki á síðuna. Hér er til dæmis eitt afar skemmtilegt video, ég er þó kannski ekki dómbær sökum tengsla við flytjanda en hva...

http://www.tonlist.is/Video/MusicVideo/1319/eggert_thorleifsson/ogedslega_rikur/ 


Fann á ný betra líf.....

Var ekki alveg sjor en ákvað að skella mér á þetta og sé ekki eftir því:

 


Næsta síða »

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband