Leita í fréttum mbl.is

Núnú, Danmörk!

Viti menn, er ég bara ekki kominn til Danmerkur. Danmörk, land tækifæra, hugmynda, frelsis.
Helsta ástæða veru minnar hér er að stelpan mín er að fara að læra eitthvað (hún er oft búin að segja mér það) og ekki gat ég bara setið heima með hendur í skauti. Enn sannast hið fornkveðna; Ást til einnar stúlku gefur manni meir en tíu klámmyndir til samans. Ekki skal ég deila um sannleika þessa.
Ég ætla mér nú líka að gutla í boltaleik og hver veit nema ég vinni eitthvað til að borga fyrir allar Debenhams-ferðir mínar. En stærsta skrefið er án efa að fara að búa, aleinn og án fjölskyldu og vina. (Tinna verður nú samt á staðnum geri ég ráð fyrir)
Ég mun babla eitthvað um hvernig gengur og soleis og hver veit nema inn á milli leyniast færslur með nokkurri kímni vel falinni. Einnig ætla ég að birta alla pistla Fagmanna í Fóðurleit sem ég og Þorbjörn Sigurbjörnsson skrifuðum fyrir Fréttablaðið síðastliðinn vetur og var vel fagnað af öllum, ja nema forsvarsmönnum Fréttablaðsins sem ráku okkur, tvisvar!
Þar til næst, fokk off
siggilitligledigjafi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

verst að þú ert ekki í körfuboltanum, því þá væriru löngu kominn með vinnu a Mac

skallinn (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 19:28

2 identicon

Gangi ykkur vel úti Sigurður og Tinna vona að ykkur eigi eftir að líða vel og ekki með of mikla heimþrá Ísland saknar ykkar kveðja  besti fyrrverandi nemandi Sigga...............................................Hjörtur.

Hjörtur Snær (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 19:31

3 identicon

Hlakka til að fá að fylgjast með þér. Sakna þín. Áfram Siggi!

Magnús Björn (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 21:09

4 identicon

Siggi ...búnað senda þér 2 sms, ef þú ferð ekki að millifæra þá sendi ég danskan handrukkara, Rassmussen að nafni, danskur frændi Kio.. Gangi þér annars vel kæri vinur.

Sverrir (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 22:47

5 identicon

Siggi gangi þér vel , en passaðu þér á þessum dönum og allt þetta róna pakk!

Veistu hvern við fáum sem kennara?

Enginn annar en Elli!!!!!!!!

Robbi (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 01:49

6 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Skalli, já það er þessi vissa um um öruggt starf sem ég öfunda ykkur körfuboltamennina af.

Robbi og Hjörtur, virkilega gaman að heyra í ykkur strákar. Það er hálf stúlkulegt hve ég sakna ykkar mikið ásamt restinni af bekknum. Elli er klassakall, hefði sjálfur viljað fá hann.

Sverrir, þú veist að ég er með danskt númer, +45 50458839. Annars geturðu líka skrifað kennitölu og bankanúmer hér og ég millifæri á þig ásamt því að hvetja lesendur til þess sama.

Maggi, ég er ekki byrjaður að sakna þín en býst við því von bráðar. Tékkaði mamma þín á þessu fyrir mig? Heilsaðu öllum heima, sem þú heldur að vilji muna eftir mér.

Sigurður Eggertsson, 19.8.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband