Leita í fréttum mbl.is

Lífið í D.K. só far

Þar sem ég tími ekki að hringja heim og enn síður tímir neinn frá Íslandi að hringja í mig þá eru fáir sem vita hvernig komið er fyrir mér í þessum töluðu orðum. Viti menn, lagði ég upp í þessa heimsreisu á Sunnudagsmorgunn eftir Jón Ólafs. Ég fékk að gista hjá þjálfara Skanderborg og konu hans fyrstu nóttina. Daginn eftir var ég í Aarhus að skoða mig um, klassabær, pakkað af kaffihúsum, verslunum og smukke piger. Í Aarhus gæti ég vel unað mér. Köben finnst mér of stór borg, maður týnist bara, og eins og flestir vita var Reykjavík orðin helst til of lítil fyrir svona fáránlega frægan gaur, eins og Jón Ólafs. Aarhus er þarna mitt á milli og lýst mér vel á að stofna þar lítið heimili með frúnni og börnum þeim sem við getum platað með okkur heim af götunni.
Eftir daginn í Aarhus var fyrsta æfing sem gekk bara bærilega. Eftir æfinguna fór ég heim með einum gaurnum sem býr í Skanderborg og fékk að deila með honum húsnæði, fæði og barnshafandi konu. Það var vel. Þau bjuggu vel að mér og sýndu mér hlýju og ástúð í alla staði og munu þau ávallt eiga stað í hjarta mínu. Bjó ég hjá þeim í fjóra daga. Á þessum fjórum dögum spiluðum við tvo æfingarleiki, fyrst gegn einhverju skítaliði úr annarri deild og síðan gegn Aarhus sem er eitt af bestu liðum D.K. Skemmst er frá því að segja að við töpuðum fyrir skítaliðinu en unnum Aarhus. Mjög eðlilegt. Spiluðum eins og selir í fyrri leiknum og leist mér satt að segja alls ekkert á liðið, var kominn með bakþanka aftan á Fréttablaðinu. En eftir Aarhus leikinn þá lifnaði aðeins yfir mér. Skanderborg liðið spilar 3-3 vörn því enginn er yfir einn og ekkert þarna. Á annarri æfingu var ég settur á miðjuna í 6-0 vörn. Fyrir þá sem ekkert vita um boltaleik þann er ég iðka þá er sá staður einungis ætlaður tröllum og öðrum minna þroskuðum mönnum eins og aðdáendur Nýrrar danskrar vita.
Viti menn, er ég nú kominn í eigið húsnæði og mun búa hér í viku uns við höldum til Spánar í æfingarferð. Þetta húsnæði er 160 fermetrar, með fimm herbergjum og af svölunum horfir maður yfir vatnið. Þetta var eitt af því sem ég saknaði frá Val. að koma til mót við kröfur leikmanna. Hér bý ég semsagt og hef ekkert að gera nema vafra um í villunni minni og reyni að fullvissa mig um að svona stórt hús komi í stað þeirrar hamingju sem ég átti svo greiðan aðgang að á heimaslóðum. Svona hlýtur alvöru millum að líða.

þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Siggi minn... Var að tala við mömmu rétt í þessu, hún hafði ekki náð á Gísla varðandi þeirra erinda sem hún rekur fyrir þig en hún ætlar að reyna að hringja í hann aftur í kvöld. Ég læt þig vita um leið og við fréttum eitthvað. Mamma biður að heilsa. Líf og fjör!

Maggi litli gleðiþegi

Magnús Björn (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:34

2 identicon

...varðandi þau erindi... átti að standa þarna, rétt skal vera rétt

Magnús Björn (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:36

3 identicon

Og hvað settiru mörg í leikjunum?

Magnús Björn (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Já gott að þú fannst það hjá þér að leiðrétta þessi leiðu mistök magnús, mér blöskraði stórlega er ég las þessa málleysu. Vona að mamma þín nái að sannfæra Gísla um ágæti mitt, annars mun ég deyja. Ég setti 6 í fyrri leiknum og spilaði þá 30 mín. og setti 2 á móti Aarhus en spilaði bara í svona sex mínútur, veit ei hví

Sigurður Eggertsson, 19.8.2007 kl. 20:01

5 identicon

sæll elsku vinur... gott að þú sért búinn að koma þér vel fyri...

... get núna farið að huga að heimsókn

þinn vinur Robz

Robbi (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 20:42

6 identicon

Ég er nú búinn að hringja tvisvar í þig í vikunni. Ætli ég láti það þá ekki duga fram að áramótum. Adios.

Hjalti (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband