20.8.2007 | 10:04
Ungur drengur í háöldruðum líkama
Hef ekki verið meðhöndlaður af sjúkraþjálfara, nuddara, hnykkjara né trylltum nálastungukínverja í núna tvær vikur og skrokkurinn þegar farinn að kvarta hástöfum. Ég var hálfónýtur í bakinu áður en ég fór út en blessað bakið hefur ekki gert mikið annað en að ná áður ókunnum hæðum í ónotalegheitum síðan ég kom hingað. Ég hef nú þegar þurft að sleppa einum æfingaleik sökum þess en ef, ó bara ef það væri það eina væri ég sæll maður. En nei. Þar sem ég spilaði ekki mjög mikið á móti Aarhus þá fannst þjálfaranum það heillaráð að láta mig spila tvo leiki með b-liðinu sem voru með fjögurra mínútna millibili. Ekki nóg með að spila tvo leiki í röð þá fór ég í leikina alveg úrvinda eftir erfiða æfingu þá um morguninn. Sem sagt, tæpir fjórir tímar af handbolta og þriggja tíma seta í bíl á, ja átta tímum. Þetta gerði það að verkum að vinstra hné mitt, sem hefur ekki verið að vinna titla sem vinsælasti líkamshlutinn síðaustu tvö ár, varð virkilega tussulegt. Hnéð fylltist af vökva og viti menn, líka það hægra! Hægra hnéð hefur nú látið friðsamlega í þau fimm ár sem liðin eru frá síðasta uppskurði á því en svo bregðast krosshné sem önnur...
Gaman að þessu.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Slóðin á umrædda síðu var: http://myp2p.eu/index.htm Þú þarft svo að installa forriti sem þú keyrir þessa linka í. Ég náði t.d. í þetta Sopcast. Best að lesa bara yfir beginners guide til að komast inn í þetta. Ekkert flókið...
Hjalti (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:30
og hvað ætlaru að gera í þessu meiðslum? farðu vel með þig lilli.
p.s. varstu búinn að sjá viðtalið við begga? http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1286286
sakna þín.
Bergdís (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 12:30
ég get alveg sagt þér akkuru þú ert alltaf meiddur !
vöðvarnir eru of sterkir fyrir þín veiku liðamót !!
taktu mig til fyrirmyndar.... æfðu lítið sem ekkert og stundaðu mikla ólyfjan.... þá hættiru að meiðast...
kær kveðja...
Gullkálfurinn
Robbi (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 21:10
Takk hjalti minn fyrir þetta, skildi ekkert í þessu en ég skil þó það að þú vildir vel. Bíð eftir tinnu til að leiða mig í gegnum þetta.
Takk fyrir að benda mér á þetta bergdís, gaman að sjá begga bró, ég sakna þín líka, alveg svona mikið (--------------). Þetta er slatta mikið skal ég segja þér.
Robs, hefur þú ekki verið meiddur í allt sumar elsku Hringur minn.
Sigurður Eggertsson, 20.8.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.