20.8.2007 | 21:22
Leiðist mér að lifa, langar til að deyja...
Þennan upplífgandi fyrripart setti Jón móðurbróðir minn saman hérna um árið og hefur engum tekist að botna svo vel þyki. Ég hvet hagmælta lesendur endilega að reyna sig. Mér fannst þessi fyrripartur vel við hæfi hæfi nú þó ég geti ekki sökum glaðlegs eðlisfars tekið alveg undir hann. Það vill nefnilega svo til að ég finn mér ekki mikið til dundurs hér í Skanderborg annað en að tölvu og matvæli. Hvorutveggja brúka ég í töluverðu óhófi. Sökum líkamsleiða get ég ekki gert mikið, nei annars, get ég ekki gert neitt aukalega til að bæta mig boltalega séð og um leið andlega séð og því líður tíminn virkilega hægt hér um slóðir.
En ég ætlaði ekki að nota þennan pistil í að barma mér, ekki eingöngu. Ég ætla líka að segja að ég sakna vina minna alveg ótúlega mikið, nema kannski Sveppa. Og fjölskyldu ekki síður, hvað þá kærustu. Maður veit nefnilega ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur og sjaldan er ein báran stök í þeim efnum. En á móti kemur að betri er utanför en útför, betra er að standa á eigin fótum en annarra, betra er að sofa hjá en sitja hjá og ekki dugir að drepast. En síðan má ennfremur segja að illu er best ólokið. Af þessu má skynja að ég er ekki alveg sjor með mál mín. En það reddast. Ég meina, það er betra að fara á kostum en að fara á taugum og vonast ég eftir að hið fyrrnefnda verði raunin hjá mér að lokum. Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.
Djöfulsins rugl er þetta orðið, svona er þetta þegar enginn er til staðar að stöðva mig. Enginn sem tekur í hönd mína og mælir; hættu þessu rugli Siggi minn, það skilur enginn hvert þú ert að fara með þessu.
þangað til næst, fokk off
siggilitligledigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
krossgata, 20.8.2007 kl. 22:25
Nú leggur þú bara golfið fyrir þig, tilvalinn stundarþjófur.
Hjalti (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:56
Gaman að heyra hvursu vel þú ert að skemmta þér. Þú skalt þó ekki búast við því að það verði alltaf svona gaman, það gæti komið tími þar sem þú hefur ekkert að gera. Nýttu því tímann vel meðan allt er á fullu.
Hilsen
Kaðallinn (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:43
Ég verð að segja að ég er virkilega sáttur við seinni helming krossgatu þó ég hefi ekki grænan hvur manneskjan er. Hefði samt verið gaman ef fleiri hefðu reynt sig, kannski erfitt þar sem þetta var toppað í fyrstu atlögu.
Hjalti, ég væri vel til í golf en það er bara að bresta á með vetri hérna svo það er kannski ekki góður tími til að starta því núna. Takk samt fyrir tillöguna, allar tillögur eru meir en velkomnar.
Það er alltaf gott að fá heilræði frá bróður og sérstaklega eins vandað og þú réðir mér kæri Fagmaður.
Sigurður Eggertsson, 21.8.2007 kl. 20:16
leiðist mér að lifa,
langar til að deyja.
heyri tímann tifa,
ekkert til að segja.
varð að reyna við þetta, og gangi þér vel í nýja liðinu !
Ingvar Guðmunds. (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 00:00
leiðist mér að lifa,
langar til að deyja.
hættu nú að skrifa,
og reyndu líkað þegja.
L.O.T.R
Hringur (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 00:09
leiðist mér að lifa
langar til að deyja
alltaf seinn til svifa
sorpinu að fleygja
m (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.