21.8.2007 | 20:41
Einn dag í einu....
Ég er búinn að taka upp svipaðan hugsunarhátt og fíklarnir, einn dag í einu. Í dag ætla ég að gera ekki neitt og ég vona að það gangi vonum framar.
En bráðum fer þessum stórskemmtilegu og viðburðarríku dögum mínum með tölvunni minni og matnum mínum að ljúka. Ég er nefnilega að fara í æfingaferð með liðinu til La Santa. Jólasveinaland!?? En þar verður ábyggilega hægt að finna sér eitthvað til dundurs, elta álfa eða pakka gjöfum.
Ég fer á föstudagsmorgunn og er satt að segja farinn að hlakka nokkuð til, öll tilbreyting er af hinu góða.
Dagurinn í dag var virkilega innihaldsríkur, át þrjár stórar máltíðir, át margar minni máltíðir á milli þeirra stóru og át svo nammi milli þeirra minni. Allt þetta gerði ég á meðan að ég horfði á tölvuskjáinn. Þarna liðu sjö tímar eins og hendi væri veifað. Að þessu loknu brá ég mér á æfingu og lék þar við hvurn minn fingur. Að henni lokinni settist ég við tölvuna og hóf át.
Já það eru kannski margir sem öfunda mig af þessu dýrðarlífi en það hefur sínar skuggahliðar. Til dæmis þær að ég er einn af þeim sem kann ekki að vafra á netinu. Ég fer bara inn á fimm síður, oftast í sömu röð en ég er nú farinn að taka upp á því að flippa smá og bíða kannski með að tékka á póstinum eftir að ég hef farið inn á valur.is. Það er samt örsjaldan sem ég bregð svona út af vananum.
Það kom einhver kírópraktor með kýr og traktor og kíkti á bakið mitt fyrir æfingu í dag. Hann fitlaði við mig í dágóðastund og mikið var það notalegt. Hann var svona 70cm á hæð, (35cm lægri en Robbi og er hann nú lítill!) en hann bætti það upp með kunnáttu á við langskólagenginn mann upp á einn og áttatíu. Hann bæði hnykkti mig og stakk með nálum og var ég allur á nálum eftir meðferðina. (Ég vil biðjast afsökunar á þessum síðasta brandara, hann var hvorki vandaður né á nokkurn hátt hnyttinn. Hann bara lá þarna í loftinu og ég greip hann og dauðsé eftir því. Ef svo lengi lærir sem lifir.)
Allavega, ég var bara býsna góður í bakinu eftir þetta og gat verið með á æfingu. Var bara nokkuð öflugur á henni get ég sagt, sér í lagi í vörninni. Já nú kíma ef til vill margir en þetta er dagsatt.
Eftir æfingu var ég orðinn slæmur aftur í bakinu en það er bara eðlilegt, er það ekki? Ég er líka hálf tussulegur í hnénu en usssss..... það mega þeir ekki vita fyr en eftir að ég skrifa undir.
Gaman að þessu. Endilega kommentið því bæði finnst mér gaman að lesa það og einnig líður mér ekki eins og fífli þegar ég tékka svona níutíu sinnum hvort einhver hafi kommentað og áttatíu og sjö sinnum fer ég algera tékkleysu.
þangað til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahaha
kýr og traktor...
gladdi mitt litla hjarta
kv. einn lítill en mjööög langur
Robbi (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 00:14
róaðu hugann. vertu í skapi fyrir sannleikann. bíddu barra eftir honum með tóman glaðan hug. allt er í himnalagi. ekki streða. gerðu allt rólega. fegurð er leyndardómur lífsins. við leitum að fullkomnum en finnum fegurð. haltu áfram að skrifa hug þinn. hann er fallegur. veldu það jákvæða. aðeins jákvætt val telur. m.
m (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 01:04
Merkileg þessi ruslpóstvörn, setjandi upp fyrir mann erfið reikningsdæmi snemma morguns... jæja. En það er naumast að menn eru háfleygir, mætti halda að bróðir-fyrverandi-kærustu-Pálmars væri mættur á svæðið.
Annars er það að frétta úr Val að þeir eru að hugsa um að selja, eða öllu heldur að gefa, HP eftir æfingaleikinn við Stjörnuna í gær... jesus.
Later skater
Hjalti (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 09:43
Olga af Nesinu var að spurja um þig,
Talaði í sífellu um lestina góðu. Sagði hana ekki vera eins án þín
Kv Kasper
Óli Gísla (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.