Leita í fréttum mbl.is

Óþolandi..... ríðandi óþolandi

Ég viðurkenni að það getur verið býsna pirrandi að troðið sé þvaglegg inn í óspjallaðan líkama manns en það jafnast þó alls ekki á við hvað það getur verið ótrúlega óþolandi að vera búinn að skrifa þessa fjandi löngu færslu og búinn að leggja í hana hjarta, hug, sál og alla sína vönduðustu brandara og svo verður bölvuð tölvan batteríslaus svona í miðju kafi og allt það sem að áður var er nú horfið veg allra vega. Hún var meira að segja í sambandi bölvuð skepnan!
Svona getur lífið farið með mann, eina stundina er maður á toppi tilverunnar; að leggja lokahönd á færslu sem var varla vankant á að finna og yrði án nokkurs vafa birt í morgunblaðinu og allir hefðu keppst við að mæra. En svo fellur maður ofan í hyldýpi rafmagnsleysisins og verður aftur nóbodý sem ekkert hefur að segja frá nema hvað maður er mikið nóbodý.
Ó bara ef þið hefðuð getað lesið þessa færslu, það færist bros yfir andlit mitt og ég ljóma allur bara við tilhugsunina um innihald hennar. Ykkur hefði liðið svo vel í sálinni og hjarta ykkar hefði tekið kipp. Þið hefðuð lært að elska upp á nýtt og upplifa hamingju sem þið hafið einungis lesið um. Þið trúið ef til vill ekki hversu góð þessi færsla var en sannleikurinn er nú samt sá að þessi færsla var sú besta sem rituð hefur verið á íslenska tungu frá upphafi ritmáls hér á landi.
Ég er ekki að segja að ég sé svona ótúlega góður penni, ég get ekki lofað að þetta komi fyrir aftur.
Ég bara hitti á góða færslu, leiðinlegt hvernig fór.

þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er barby tölvan að gefa sig? Eða danska heimsveldið?

m (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 23:02

2 identicon

Skárri er mús en rotta

Magnús Björn (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 01:59

3 identicon

Hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha

ef ég væri tölvan þín þá hefði ég gert það sama hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha Siggi pirraður það sést nú ekki oft nema þegar þú rakst robba útúr tíma það var eina skiptið sem ég sá þig pirraðann Siggi minn hahahahahahahahaha.

Hjörtur Snær Richardsson (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband