23.8.2007 | 13:18
Það horfir enginn með fullu viti á Formúluna!
Fór inn á mbl.is og ætlaði að leita uppi nýjustu atburði á sviði íþróttanna. Þar biðu mín þrír íþróttadálkar, fótbolti, formúlan og aðrar íþrótti. Nú skil ég vel að fótbolti sé settur á þennan stall, bæði er þetta vinsælasta íþróttagrein heims og eins stunda flestir fótbolta á Íslandi. Og þeir sem stunda ekki fótbolta halda flestir með liði, bæði íslensku og ensku. Ég held að yfir helmingur landsmanna fylgist að einhverju ráði með fótbolta og þar af um 90% karlmanna.
En þá kemur að hinu, hvers vegna í ósköpunum er Formúlan sett á þennan stall meðal íþróttagreina???? Það horfir enginn heilvitamaður á Formúluna! Það eru tveir hópar sem horfa á Formúluna; Þeir örfáu sem hafa virkilega gaman að þessu og ræða um púströr og tímareimar í frítíma sínum. Þeir eru upp til hópa örvitar en sem betur fer fáir. Hinn hópurinn er nokkuð fjölmennari og lét ginnast á sínum tíma þegar Rúv, einhverra hluta vegna, fór að eyða þeim litla tíma og pening sem fer í íþróttaumfjöllun hjá þeim í að reyna með öllum tiltækum ráðum að gera þennan skrípaleik eftirsóknarverðan. Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins heilaþvætti en þegar ósköpin dundu fyrst yfir og þessu er hvergi nærri lokið. Landsmönnum var upp úr engu sagt að hér væri komin íþróttagrein ( að keyra bíl er klárlega ekki íþrótt!!) sem enginn gæti látið fram hjá sér fara.
Þetta er eins og að nú í haust væri allt í einu kynnt að nú skyldu vera sýndar endalausar beinar útsendingar frá póló. Landsmenn; Póló er málið í dag. Fréttirnar væru álíka spennandi og fréttirnar af bílaleiknum. Er hestur John's Edmund haltur? Eru þeir komnir með nýjar kylfur í Alfons liðinu? Þetta væri hæpað upp og sagt frá því hvaða hestar skullu saman í hvaða leik í hverjum einasta fréttatíma. Þetta er bara nákvæmlega eins.
Það vissi enginn, nema örvitarnir sem ég kom að áðan, hvað formúla var áður en þeir byrjuðu að sýna þetta. Jújú, það voru svona kappakstursbílar sem keyra í hundrað hringi og svo vinnur alltaf sami gaurinn því hann er á besta bílnum. Og viti menn, nákvæmlega þannig er þetta. Það eru eitthvað tuttugu ökumenn tíu liðum og bara tvö af liðunum eiga séns því þau eiga bestu bílana. Þetta er eins og að fylgjast með fótbolta og liðið hans Hemma Gunn væri alltaf best í heimi því hann var í langbestu skónum og þar af leiðandi yfirburðarmaður á vellinum.
Þeir sem létu ginnast í upphafi og héldu að um íþrótt væri um að ræða og það spennandi ættu að staldra aðeins við. Þeir ættu að spyrja sig þeirrar einföldu spurningar; Er ég virkilega vanþroska sauðnaut? Ef svarið er já þá er pottþétt bein útsending frá tímatökunni snemma á laugardagsmorgun.
Það þurfti bara einhver að segja þetta, allir hafa verið að hugsa þetta allt of lengi.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég horfði á tíma bilið fyrir 2 árumm enn ekki mikið núna.
Hjörtur Snær Richardsson (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.