Leita í fréttum mbl.is

sól og sumar, enn og aftur

Jæja, í fyrramálið verður lagt upp í Spánarferð með liðinu. Það er ekki leiðinlegt að þurfa að pína sig úr að ofan og liggja við sundlaugarbakkann, aldrei ofaní, alltaf við bakkann, í sjónmáli. Reyndar er ég ekki nándarnærri eins spenntur og danskurinn hér því hér hefur ekki verið vart við sól í allt sumar. Annað en heima á fróni, þar þakkaði maður sínu sæla fyrir hvern þann skýabólstra sem vogaði sér að skyggja á sólina þó ekki væri nema örskotsstund. Maður var hálfpartinn orðinn leiður á sólinni en eftir viku hér eða hvað sem þetta er orðið langt (dagarnir renna saman í eitt hérna) þá langar mig hálfpartinn að liggja þó ekki væri nema viku í sól. Ég er þó eiginlega meira spenntur yfir því að það verður sjúkraþjálfari á staðnum sem maður getur alltaf leitað til. Þýðir það ekki að ég er að verða of gamall fyrir þetta?
Ótrúlega er veðrið eða loftið ætti ég frekar að segja skrýtið hérna í D.K. Það er ekki sól og það er kannski 17 stiga hiti úti og samt svitna ég eins og kvenmaður á yfirgangsaldri. Það er svo fjandi mikill raki í loftinu og það liggur bara ofaná manni eins og mara.
Nú, þannig að ég veit ekki hvort ég verð mikið við skriftir á Spáni svo það gæti orðið vikupjása á þessum ótrúlegu pistlum mínum. Ég bið lesendur að örvænta ekki heldur frekar hugsa til þeirra sem kannski aldrei hafa fengið að lesa pistlana mína og eiga því um sárt að binda. Þetta fólk er til þó að það beri ekki mikið á því og það hefur einnig væntingar til lífsins. Í stað þess að barma sér yfir pistlaleysi hugsið frekar um hvað þið höfðuð það gott meðan að pistlanna minna naut við og hvað ykkur mun aftur líða vel er þeir hefjast að nýju.

þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu Spánverjunum að mamma þín biðji að heilsa.

m (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 21:21

2 identicon

til að ljúka þessu sem við vorum að ræða þegar sambandið slitnaði:

það þarf bara að segja þessari mannleysu að þegja áður en hann skemmir allt fyrir hinum. Svona dónaskapur er algjör óþarfi.

Mundu bara að vera kurteis og varast það að falla í sömu grifju og hann... þá fer þetta allt á besta veg.

Gangi þér vel á Spáni. Hvort segir maður Spánskur eða Spænskur. Sumir segja spænskur en varla segði maður að maður frá danmörku sé dænskur. Eða hvað Siggi minn?

Magnús Björn (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 11:07

3 identicon

Þú mannst að taka sólar vörninna með þér æji fjandinn þú ert þegar farinn til spánar jæja þá brennuru bara aumingja Siggi jæja þú mannst það næst þegar að þú ferð til sólarlanda gangi þér og liðinu þínu vel á spáni kjéll.

Hjörtur Snær Richardsson (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 01:37

4 identicon

Ætlaru ekki að fara blogga eitthvað meira Siggi hvenær kemur Siggi frá Spáni fuck það er ekkert að gerast

 koma svo siggi blogga.

Hjörtur Snær Richardsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband