3.9.2007 | 13:00
Ég var ekkert á Spáni, ég var í Afríku. Vitlaus ég!
Eftir fjóra daga á La Santa fór ég að spyrjast fyrir hvar nákvæmlega á Spáni ég væri. Nálægt Benidorm eða Barcelona? O nei, var ég bara ekki í Afríku, eins og ekkert væri eðlilegra. Allavega vil ég meina það. Það voru nú einhverjir Danir sem voru á því að við værum á Spáni því þetta er spænsk eyja en það vita jú allir hvernig Danir eru. Alltaf aðeins of korrekt. Ríkjalega séð var ég á spænskri grund en landfræðilega var ég klárlega í Afríku. Kíkjum aðeins betur á þetta. Ef ég væri staddur á Falklandseyjum, sem er breskt landsvæði, þá væri ég samt ekki í Bretlandi. Ég væri í Suður-Ameríku á bresku landsvæði. Sama gildir með La Santa.
Ég var sem sagt í Afríku að spila handbolta, nokkuð sem ég hef ekki prófað áður. Þetta var svosem ágætt, æfðum tvisvar á dag og þess á milli var legið við laugina og sólin sleikt. Heppinn ég að vera í heilbrigðu sambandi við hina yndislegu stúlku Tinnu því annars hefði verið erfiður tími að þurfa að horfa á endalaust af dönskum píum bera sólarolíu á hver aðra. Margir af drengjunum áttu bágt með sig, en ég, ég tók ekki eftir neinu (mér var bara sagt frá þessu seinna) því eins og maður í góðu sambandi hef ég ekki áhuga á öðrum hálfnöktum kvenmönnum.
Þetta er stórskrítinn staður, þarna eru bara Danir og allir matseðlar og þjónustustúlkur eru á dönsku. Þetta er svona risahótel in the middle of nowhere með allri hugsanlegri íþróttaaðstöðu en engu öðru. Ekki mikið að gera ef maður hefur ekki áhuga á að hreyfa sig, né ef maður er búinn að fara á æfingu og fer á aðra eftir 9 klukkutíma þá er ekki annað að gera nema hanga við laugina, sóla sig og éta, sem ég og gerði.
Sá tvær virkilega skemmtilegar týpur þarna á eynni. Annarsvegar var kínversk stelpa sem var ekki bara kínversk heldur líka albínói. Ég gat skemmt mér lungað úr deginum við að stara og benda á hana. Hinsvegar var það Henrik Hans, sjúkraþjálfarinn okkar sem ég var hvað mest með í ferðinni enda ungur maður í háöldruðum líkama. Hann hafði greinilega haft veður af því að ég væri Íslendingur því þegar ég mætti á bekkinn hjá honum sneri hann sér að mér og sagði; blessaður! Mér krossbrá en þó ekki vitund jafn mikið og þegar næsta gullkorn hrökk úr honum; eigum við að koma heim og horfa á sjónvarp og rúnka og ríða með tippi í rass! Ákaflega vönduð setning sem sló samstundis í gegn hjá mér, sem og öðrum í liðinu. Hann hafði sem sagt verið að ferðast um Ísland og einhver brandarakall hafði kennt honum þessi fleygu orð til að nota við sem flest tækifæri, sem hann og gerði. Hann var virkilega skemmtilegur gaur og hélt mér að mestu á fótum alla leiðina, sem er vel miðað við stund, stað og sjúkling.
jæja, næsta færsla kemur von bráðar því það er slatti af rugli í hausnum á mér sem hefur safnast upp í netleysinu og þráir að líta dagsins ljós.
Þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.