4.9.2007 | 09:37
Aleinn í Afríku eða lúin á leigumarkaði
Þó það hafi vissulega verið notalegt að komast í kæfandi hitann tók ferðin nokkuð á taugarnar. Það var nefnilega mjög mikill frítími og ekkert hægt að fara. ekkert hægt að gera. Danirnir voru mest í því að sötra öl og kjafta og reyndi ég eftir megni að þreyja með þeim en það verður afar lýjandi með tímanum að reyna að skilja hvað fer fram. Þar af leiðandi var ég mikið einn á röltinu, einn á rölti í Afríku eins og segir í laginu Einn á rölti í Afríku. Það hefði svosem verið ágætt hefði verið eitthvað áhugavert á staðnum en svo var ei. Einnig fyrirfórst það hjá mér að koma með bækur og tónlist svo ég var allslaus á flakki mínu um auðnina.
En það dugar ekki að gráta það, nú er ég kominn aftur til D.K. og það sem meira er, kominn aftur til hennar Tinnu Stinnu. En það er þó ekki tekið út með sældinnni einni að verja tíma með stúlkunni því við húkum hér á heimili vinkonu hennar og deyjum hægt og hægt innra með okkur. Ekki svo að skilja að gestrisninni sé ekki fyrir að fara heldur er þetta frekar lítil íbúð og ég og Tinni sofum í stofunni á ógeðisloftdýnu sem skemmtir sér allar nætur við að þrýsta lúnum bökum nær sársaukaþolmörkum sínum. Maður sefur illa og vaknar ver og vakir með þá hugsun að geta sofið á ný. Þetta er ekki tilvera sem ég þrái til lengdar. Og vonandi verður bæting á högum okkar sem fyrst.
Við fáum stúdentaíbúð þann 14. okt. og þangað til eigum við bara að lifa á guði og gaddinum. Við vonumst til að geta leigt íbúð í þessar rúmu fimm vikur og ég vona að liðið geti hjálpað eitthvað í þeim málum. Og ef það gengur upp sjáum við fram á bjarta tíma. Við getum verslað okkur rúm og sófa, tekið upp úr töskum og migið í eldhússkápana án þess að pæla nokkuð í því. En þangað til verða einungis skrifaðir þunglyndispistlar í uppgjafartón.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðist mér að lifa,
Langar til að deyja.
En klukkan köld mun tifa,
og klökk mín sál skal þreyja.
Magnús Björn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:36
Djöfull er ég ánægður með þennan seinnipart hjá þér Magnús. Glatað að það var bara einhver mér alls óskyldur sem tók þetta í fyrsta en nú er mér nákominn kominn með þetta. Hafðu það gott og gangi þær vel með Spánarmeyna.
Sigurður Eggertsson, 6.9.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.