Leita í fréttum mbl.is

Svefnvana nótt í boði jaxls. (Skemmtilega óþjált orð; jaxls.)

Hef ég farið mikinn í sjálfsvorkunn undanfarið og ekki er á það bætandi. En það mun ég engu að síður reyna. Ég svaf sem sagt ágætlega í nótt, frá fimm til sjö. Annars svaf ég ekki. Hví? Það er löng saga að segja frá því. Hún hefst svo...

Nú hef ég látið það fara algjörlega framhjá mér að svo mikið sem hugsa um að tannlækningar séu yfir höfuð til sem starfsgrein í sex ár. Fór nefnilega fyrir sex árum til tannsa og hann sagði að það væri slatti af holum og þær myndu kosta mig enn meiri slatta af seðlum. Jáhá! Svo mikið! sagði ég og þakkaði pent fyrir mig og lét mig hverfa inn í land áts og trausts á tannburstann. Þar lifði ég í vellystingum í sex ár eða þangað til bróðir Þorbjörn sagðist vera sammæðra ( og samfeðra ef út í það er farið) tannlækni nokkrum. Hans skyldi ég halda til áður en til syndaflóðs kæmi í kjafti mínum.

Viti menn, hélt ég af stað með nesti og nýja..... á fund tannsans með angur og ótta í huga. Þegar þangað var komið kom í ljós að allar mínar áhyggjur voru byggðar í Tyrklandi með von um að jarðskjálftar væri löngu liðið fyrirbrigði. Tannlæknirinn uppfylldi allar mínar leyndustu þarfir og ekki bað hann um mikið í staðinn. Fór ég frá honum veltenntur og vænn í lund og vel í stakk búinn til að takast á við máltíðir dagsins. Áður en ég fór hvíslaði Tannsinn að mér; "Það gæti verið að tönnin með stóru skemmdinni yrði þér til trafala vegna hve nálægt rót var farið. En vér vonum ei. Mundu svo að nota tannþráð." Með þessi viðvörunarorð á bak við eyrað hélt ég af stað út í heim.

Nú á mínum síðustu og verstu tímum, þegar allt sem úrskeiðis gæti farið er lagt af stað fyrir löngu, fæ ég tannpínu í þokkabót. Ég hef aldrei með allar mínar skemmdir fengið tannpínu en um leið og ég geri við tennurnar þá ákveður hún að láta á sér kræla. Nóttin var alveg meiriháttar, stanslaus vanlíðan og skemmtilegheit og verulega vandaður tveggja tíma svefn.

Ákvað ég því í morgunn að hringja á DansTans og vita hvort það væri breik á lagfæringu á þessari kvöl minni og viti menn, klukkan tre var einmitt laus tími. Þá laust mig sú hræðilega staðreynd að ég er ekki enn kominn með danska kennitölu og verð því að borga allt heila klabbið án þess að fá aðstoð frá þeim Anders Fogh Rasmussen og félögum. Danska kennitalan mín er reddý eftir viku en ekki get ég beðið svo lengi í því ástandi sem ég er í. Svo ég skunneði mig af stað til DansTans með þá von í brjósti að einhversstaðar í Danaveldi (og þá sér í lagi á tannlæknastofunni) finndist sá Dani sem gæti farið á sveig í kringum reglur.

Núú, mætti á tannlæknastofuna og þeir tjáðu mér þar til ómældrar mæði að þar sem ég væri ekki með kennitölu yrði ég að borga alveg hreint endalaust. 5000 danskar heyrði ég nefnt og féll þá nærri í ómegin. En kraftaverkin gera ekki boð á undan sér. Niður af himnum steig engill (ólafsson) og mælti á hinu ylhýra; Sigurður, gjörðu svo vel. Var þar barasta ekki kominn Íslendingur sem var aðstoðarkona tannlæknisins, tannlæknis sem ég hafði valið af meira handahófi en góðuhófi gegnir. Engillinn hlustaði á harmsögu mína og útskýrði fyrir DanTansanum hvernig fyrir mér var komið. Og ekki stóð þá á almennilegheitunum. Ég á bara að koma þegar ég er kominn með kennitölu og þá skrifa þeir reikninginn. Þeir hinkra bara með að skrifa hann, mjög danskt, einmitt!

 

Þannig að nú er búið að taka rótina úr tönninni og ég er alheill. Einnig erum við Tinni búin að versla dýnu sem gælir við mann eins og tælensk nuddkona á meðan svefni stendur. Allt er farið að reddast þó enn vanti talsvert upp á að vel sé. En batnandi manni er best að lifa.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband