Leita í fréttum mbl.is

Glatað að vera búinn að ná öllum sínum markmiðum 25 ára. Hvað á ég að gera núna?

Það er ekki lengra síðan tvö ár er ég setti mér þau markmið að á næstu þremur árum skildi ég taka hina heilögu þrenningu; Landslið, Íslandsmeistaratitil og Atvinnumennsku. Nú er það búið. Veit ekki alveg hvað ég á að gera núna. Mér líður dáldið eins og Forrest Gump þegar hann byrjaði að hlaupa og var kominn yfir að ströndinni. Veit ekki alveg hvort ég sé reddý í að snúa bara við og byrja aftur eins og hann.

 Nú get ég sem sagt að mínum markmiðum sé náð í handboltanum. Spilaði í dag minn fyrsta  leik fyrir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni. Var reyndar smá meiddur en hvenær er ég það ekki. Langt síðan ég hef spilað ómeiddur ef ég pæli í því. Núnú, við spiluðum við eitthvað lið og töpuðum með einu. Hálf sorglegt eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Ég spilaði voða lítið, kom inn á í seinni hálfleik, skoraði gott mark og var tekinn úr umferð ( sem er alltaf mjög töff og sér í lagi í sjónvarpsleik eins og í dag). Fintaði svo einhvern Dana á lokamínútunni en klikkaði skotinu, virkilega leiðinlegt. En nú er ég allavega kominn með leik og mark í þeirri dönsku á bakið ásamt landsleikjunum og titlinum. Get þannig séð hætt núna og snúið mér alfarið að skriftum. Ó mikið yrði móðir mín glöð ef ég myndi hætta þessum boltaleik. En ætli ég þrauki ekki örlítið lengur.

Við Tinni erum flutt inn í skítuga kjallaraholu langt frá allri siðmenningu en við getum þó tekið upp úr töskum. Það er nú ágætt eftir mánuð í útlandinu. En hér þurfum við þó ekki að ala manninn nema örskamma hríð því við erum búin að finna okkur dýrindis íbúð niðri í bæ. Og fyrir ofan hana Björgu, vinkonu Stinnu í þokkabót. Þaðan þekkjum við alla stíga, allavega þá sem leiða til pizzu-salans.

Ég sakna fólksins míns alveg óskaplega enda félagsvera fram í fingugóma. Ég sakna mömmu og pabba þrátt fyrir augljósa galla þeirra. Einnig sakna ég allra vina minna og sér í lagi finnst mér leiðinlegt að vera ekki á staðnum þegar þrír af mínum albestu vinum, Sverrir, Bergdís og Þorbjörn eru að sjá fram á afleiðingar ríðinga sinna.

Elska ykkur öll nema Begga bróður. Mér þykir bara voða vænt um hann.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Koddu heim!

Kaðallinn (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband