Leita í fréttum mbl.is

Einlæg afsökunarbeiðni

Ég vil biðjast afsökunar á síðustu færslu, hún var vanhugsuð og sprottin af algeru einbeitningarleysi. Þannig er mál með vexti að ég hafði ekkert að gera í allan dag og einhvernveginn safnaðist þetta hvalarugl upp í hausnum á mér.

Fyrst mér dettur ekkert sniðugt að segja mun ég lýsa núverandi hýbýlum mínum.

Ég bý í kjallara. Þessi kjallari er langur gangur (sem er stofan okkar, eldhús, vinnuherbergi og forstofa) og við enda gangsins er herbergi sem við brúkum til svefnaðstöðu. Klósett er til staðar en þægindum er þar ekki fyrir að fara. Til að byrja með var hér allt þakið köngulóm og flugum. Ein köngulóin var svo stór að þegar hún heilsaði mér fannst mér sem ég væri að heilsa fullvaxinni en þó vel taminni antilópu, svo þykk var ein af framloppunum hennar. Hún bað um að fá að gista en Tinni tók það ekki í mál svo út hún fór. Minni ættingjar hennar og bráðir þeirra voru miskunarlaust ryksugaðar upp svo prinsessan mín gæti tipplað á sínum penu tám um húsakynnin án hættu á morðárás frá einni áttfættri.

Eftir djúphreinsun var ekki til setunnar boðið, ég innréttaði ganginn samkvæmt nútíma standard og býst við Völu Matt á hverri stundu. En Adam var ekki lengi í Aarhus ( var ég búinn að nefna að kjallarinn er eins mikið í Aarhus og Kjalarnesið er í Reykjavík) Fyrirframlofaðri eldunaraðstöðu var algjörlega lofað lengst upp í ermina á Erling eiganda því ekki höfum við séð svo mikið sem prímus á svæðinu. Fór svo bara ekki rafmagnið í gær, og karlálftin ekki heima svo við þurftum að dúsa í myrkrinu allan daginn. Tinna ætlaði að lesa allan daginn og ekkert varð úr því og ég ætlaði að ryksuga upp ný framandi skordýr úr koddunum okkar en ekkert varð úr því heldur.

Annars er fínt hérna.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sagði nú hann Birtingur þegar hann var loksins búinn að ná takmarki sínu og giftast úngfrú Kúnígúnd? 

Verður maður ekki bara að "rækta garðinn sinn" Siggi minn? 

Magnús Björn (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:55

2 identicon

Mér fannst ótrúlega sniðug hugmynd frá mor að lesa mannkynssöguna á dönsku.

Getur eytt bróðurpartnum af vetrinum í það. Svo máttu alveg henda einhverju gríni á stinnir og flottir, þar er allt steindautt þessa dagana.

Óli Gísla (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband