Leita í fréttum mbl.is

Björgum Róberti Óla Skúlasyni frá glötun!

Sæl öll. Nú er svo komið að einn af mínum albestu vinum er á góðri leið til glötunar. Róbert Óli er drengur sem á stað í hjarta okkar allra og það er því vissulega sárt að sjá manninn dauðadrukkinn hverja einustu helgi, báða dagana! Það eru greinileg merki alkahólisma þegar menn drekka sig ofurölvi í hvert einasta sinn, muna ekkert en geta þó ekki sleppt úr helgi.

Þó vissulega hafi flestir mikla ánægju af því að djamma með Robba, sem er manna skemmtilegastur áður en hann dettur út af blindur af drykkju, en þó er það skilda okkar allra sem teljast vinir hans að grípa í taumana áður en það verður of seint.

Róbert vantar allan sjálfsaga og því ómögulegt fyrir hann að temja sér nýja og betri siði upp á eigin spýtur. Hann þarf hjálp og ég legg það til að við leggjumst öll á eitt og finnum honum góða ástæðu til að snúa við blaðinu. Og með snúa við blaðinu á ég ekki eingöngu við drykkju heldur þann ólifnað allan sem hann hefur tamið sér, vill vera án en getur ekki breytt.

Ég vil biðja alla þá sem þykir vænt um Robba og vilja hjálpa honum að ná upp sjálfsaga og sjálfsvirðingu að leggja á hann áheit. En þau áheit eru háð skilyrðum sem Róbert verður að uppfylla:

1. Róbert má ekki drekka áfengi í 3. mánuði.
2. Róbert má ekki reykja eða taka í vörina í 3. mánuði.
3. Róbert verður að taka sig á í matarmálum, hann má ekki borða skyndibita eða nammi og ekki drekka gos nema um helgar.

Þetta eru 3. skilyrði sem Róbert verður að uppfylla til að fá þau áheit sem á hann eru lögð. Ef hann nær eingöngu að standa við áfengisbindindið fær hann helming.

Ég ætla að koma með fyrsta áheitið á Robba og lofa að ég mun leggja inn á hann 25.000kr ef hann stendur við þennan samning. Vissulega ágætissumma en það verður að taka það með í reikninginn að ég hef þekkt manninn frá sex ára aldri. Ég reikna með að fólk heiti á Robba fyrir um 1000.kr til svona 5000kr.

Ef þið viljið heita á Robba þá commentiði við þessari færslu og setjið inn nafn og upphæð.
Endilega látið vini hans vita þar sem ég er þeim ekki öllum kunnugur.

( Og að sjálfsögðu ef allir vinir hans vita af þessu þá er erfitt fyrir hann að svindla, njósnarar á hverju strái)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


hann fær 4000 kr fra mer og jullu og hann stendur sig. satt og sannad. allt i heinum hvitt.

karulla (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband