20.9.2007 | 18:52
Betra er að hafa aðstöðu en afstöðu. (Enn af aðstöðumálum.)
Í síðustu færslu lýsti ég hve vel fer um okkur skötuhjúin í kjallaranum í sveitinni. Hvorki skordýr né ólykt, hvorki rafmagnsleysi né eldunaraðstöðuleysi kemur í veg fyrir yndisdvöl í holinni en það er þó eitt sem kemur algerlega í veg fyrir að tvær annars jákvæðar og lífsglaðar manneskjur sjái fyrir sér að stofna fjölskyldu og setjast þar að. Vatn!
Við Tinni komum heim seint í gærkvöldi og var þá ekki okkur til ómældrar (ó)gleði 10cm vatnslag yfir öllum kjallaranum. Vatnið hafði á leið sinni til sjávar stöðvað, hugsað sig vel um og svo áveðið að fara frekar upp um öll niðurföll kjallarans frekar en að fara sína eðlilegu leið. Og það var þokkalega sátt við sig og ákvörðun sína er það lá þarna yfir öllu eins og mara og brosti sínu breiðasta þegar við komum inn um dyrnar. "Þarna hitti ég á góða hugmynd, hér er notalegt að vera" hugsaði bölvað vatnið og reyndi að fá sem flesta hluti í eigu okkar Tinnu með í fjörið sitt.
Sem betur fer voru flest öll raftæki upp á borðum, prentarinn var reyndar á gólfinu en til allrar.... var hann á eina þurra blettinum á svæðinu. (Bletturinn var reyndar orðinn rennandi 10 mín. eftir að við mættum) Dýnan slapp með Shrek-inn en henni vöknaði þó aðeins um augun er hún leit yfir drukknaða skó sem flutu á vatninu lífvana. Skór sem daginn áður höfðu hlegið, klappað hvorum öðrum á sólana og rætt framtíðina, algerlega grunlausir um þau hræðilegu örlög sem biðu þeirra handan við hornið.
Þetta var sem sagt hálfglatað, hefði getað farið mun ver en þó var margt sem blotnaði og við þurftum að taka leigubíl í bæinn aftur um hánótt því karlálftin eigandinn var á kvennafari og svaraði hvorki síma né bænum. Við höfum enn ekkert heyrt í honum og vitum ekkert hvort vatnið sé enn liggjandi þarna í makindum sínum, jafnvel búið að kalla hringja í vini sína og segjast vera með svaka partý stað. Hver veit.
Eins og staðan er í dag vitum við ekki hvort við verðum ennþá þarna uppfrá eður ei. Vonandi getum við bara flýtt flutningum í nýju íbúðina okkar um nokkra daga. Það hlýtur að reddast, þeir eru svo líbó á því þessir Danir, einmitt!
þar til næst, fokk off
siggigleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt 22.9.2007 kl. 19:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku hjartans Siggi minn. Vonandi kíkir þú einhvertíma á þessar athugasemdir. Fann ekki símann hjá þér. En, þú átt sem sagt að hringja í Gísla varðandi vinnu. Síminn hjá honum er: 0045-86351701 (vinnusími) og 0045-540315032 (gsm)
Kynntu þig sem Sigga, vin hans Magga, sonar hennar Hlínar. Hann ætlar að athuga hvort hann geti hjálpað þér með Job.
Kærlig hilsen.
Magnús Björn (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 23:31
Maggi minn, ég kíki á þessar athugasemdir oft á dag, oftast til mikillar mæðu. Verð samt að gefa þér það að þú hefur verið duglegastur við að létta lund mína. Ég hringi í hann Gísla sem allra fyrst. Takk fyrir þetta. Er svo ekki jólaboð hjá Magnúsi eins og venjulega?
Sigurður Eggertsson, 21.9.2007 kl. 11:09
það kemur dagur, það kemur dagur...............
skallinn (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:10
Jú, jólið verður haldið hátíðlegt á Sóleyjargötunni eins og vant er.
Magnús Björn (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:49
Maggi, ertu viss um seinna númerið? Ég held að það sé einum staf of langt
Sigurður Eggertsson, 22.9.2007 kl. 14:17
Hrjólfur! Ég kíki reglulega á bloggið þitt. Dæmi um mögulega framtíðarstarfsemi er til dæmis að læra upptökustjórnun...
með kveðju, þessi ljóta
Gunnur (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 14:47
Bíddu nú við, 0045-86351701 þetta er skólinn sem Gísli vinnur við (Guð má vita hvað hann heitir)... og síðan á þetta að vera gsm: 0045-540315032, hmmm ég sé að þetta eru níu stafir, þó stendur þetta svona í adressu bókinni hennar mömmu, ef til vill er fimmunni fyrir aftan landsnúmerið ofaukið, kannski hefur einhver verið að taka niður númerið og óvart sett inn auka finmmu, prófaðu bara að hrinjga í 0045-40315032 í staðinn... bíddu við mamma, ætlar að hringja í Gulla vin sinn á Kleppjárnsreykjum og tékka betur á þessu... ... ... ...það svarar ekki í gemsanum hans, reynum að hringja í heim... ... ... ... ók, hann er ekki heima en Jónína konan hans er við, hún er með flensu, athugum hvort hún sé vakandi, jú, hún kemur í símann... ... ... ...nei eftir langa kjaftatörn kemst mamma að því að hún hefur ekki hugmynd um númerið. En hún ætlar að láta Gulla hringja þegar hann kemur heim og þá verður hulunni svipt af þessari ráðgátu...
koss og knús
Magnús Björn (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 16:19
Jæja, þá er Gulli búinn að hringja, og vissi ég ekki: Fimmunni var ofaukið! Númerið er s.s. 0045-40315032
Það er frábært að vera til. Lifi lífið!
Ciao
Magnús Björn (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.