Leita í fréttum mbl.is

Siggalög; Morulagið!!

Jæja, það er komið að því að Morulagið fái að hljóma á síðunni. Morulagið er mitt langfrægasta lag og eru þeir ófáir sem þekkja það, hvort eð er af afspurn eða eigin reynslu. Þetta lag samdi ég fyrir áratug, þá 15 ára gamall, fyrir afmæli Oddgeirs vinar míns. Oddgeir er bóndasonur og unir sér hvergi betur en í sveitinni. Ég hringdi í hann daginn fyrir afmælið (14. des) og bað hann að ljá mér nokkur kindanöfn. Mora var nafnið sem ég greip á lofti og notaði. Ég mætti með lagið sem afmælisgjöf og söng það fyrir sveitavini hans við góðar undirtektir. Moran var tekin á söngvakeppni MH þar sem ég var klæddur upp sem bóndi og sat og spilaði lagið ofan á Oddgeiri sem klæddur var í sauðagæru. Vakti lagið mikla lukku áheyranda en litla meðal dómara keppninnar. Lagið var einnig tekið á hinni margfrægu útihátíð Eldborg. Ég ásamt Sveppa og Robba sátum upp á stolnum vinnubíl sem við fórum á á hátíðina og sungum Morulagið og tekið var vel undir millikaflann af fjölda áheyranda, þar á meðal Rottweiler hundsmeðlima og Marínu Möndu Fjölnismær. Lagið er undantekningarlaust spilað í öllum útilegum og partýum þar sem gítar er til taks og taka allir undir. Þetta lag er nú ykkar til að njóta.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ótrúlega gaman af dýrahljóðunum, skemmtileg nýjung a þessu frábæra lagi.....

skallinn (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:47

2 identicon

Snilldarlag samið af snillingi...

 sakna morulagsins...

 hlakka til að heyra það næst !!

kv. Robinson 

Robbi (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 01:18

3 identicon

flott lag Sigurður .

Hjörtur Snær Richardsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:17

4 identicon

Það er orðið ansi langt siðan ég heyrði þetta síðast.. Gaman að þetta skuli nú vera komið á netið fyrir allra augum..;)

Oddgeir Bóndasonur (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 00:03

5 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Gaman að sjálfur Oddgeir skuli kommenta á lagið miðað við þátt hans í sögu þess.

Sigurður Eggertsson, 4.10.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband