27.9.2007 | 10:45
Eins og svelja á belli.
Einhverju sinni var ég í Örverufræðitíma og í stað þess að leggja mig eins og venjan var í þessum óhemju skemmtilegu tímum ákvað ég að reyna að finna jafn mörg nöfn yfir getnaðarlim á íslensku og ég gæti. Einhverjum gæti þótt þetta undarlegt og jafnvel barnalegt en sá hinn sami er örviti sem hefur ekkert á þetta blogg að sækja. Núnú, viti menn, heilan örverufræðitíma notaði ég ásamt nokkrum vöskum og óáhugasömum örverufræðinemum í að finna nöfnin. Nú þegar aldurinn, afrekin og gráðurnar hafa færst yfir mig man ég ekki mikið af nöfnunum en hér koma þó einhver; (Tekið er fram að þetta eru ekki allt nöfn sem koma fyrir í orðabókum heldur er hér að finna gælunöfn)
Typpið/ tippið/ böllurinn/ limurinn/ pulsan/ pylsan/ slátrið/ staurinn/ slangan/ lilli/ litli vinurinn, strákurinn/ sprellinn/ bibbinn/ kjötið/ bjúgað/ hólkurinn/ snákurinn/ eineygði snákurinn/ sá eineygði, vopnið/ byssan/ veiðistöngin/ ormurinn/ millifótakonfektið/ skrímslið/ Jónssonurinn/ trölli/ sá stífi/ litli heili/ Tólið/ hreðjar/ árgali / bergisfótur / besefi / beytill / brúsi / drengur / döndull / erður / félagi / flanni / fugl / fyðill / gráni / gregur / göndull / görn / hnókur / hreður / hrókur / hörund / jarl / kompán / kompáni / leyndarlimur / lostaliður / lókur / lunti / migi / möndull / nosi / pissi / písari / ponni / puntur / reður / riddari / serðisprjónn / sin / skaufi / skrípur / skökull / sköndull / snudda / snýta / stíll / sverð / ters / tilli / titja / tittlingur / títa / toti / trýtill / tytja / völsi / ögn og síðast en ekki síst litli gleðigjafinn!
Endilega, ef þið hafið eitthvað við þennan lista að bæta, látið mig vita sem fyrst! Mannslif geta oltið á þessu.
Af öðru, við ætluðum að kaupa okkur sófa en það er náttúrulega ekkert hægt að koma honum inn í íbúðina svo við þurftum að kaupa minni sófa. Hræðilegt að vera búinn að peppa sig þvílíkt upp í að eyða öllum lífeyrinum í sófakaup og svo bara kemst skepnan ekki inn í íbúðina.
Ég er einnig búinn að átta mig á því að handbolti er afsaplega leiðinlegur ef 1. það eru leiðinda Danir að æfa með þér, 2. þú þarft að keyra í hálftíma til að fara á æfingu, 3. þú skilur ekkert á æfingunni, 4. líkaminn þolir varla að vera með á æfingu og bíður í ofnæmi eftir hverjum frádag til að ná sér. 5. þú ert að æfa með mönnum sem skilja ekki að það er hægt að gera annað en að taka hundrað klippingar og fá boltann á ferðinni og taka þrjú skref og hoppa upp fyrir utan punktalínu og skjóta. Á þessum síðustu og verstu... er ég eiginlega bara að spila til að eiga fyrir leigunni. Skil vel þessa fúlu austantjaldsmenn sem spiluðu einungis vel þegar var búið að borga þeim. Þetta er orðið eins og að mæta í vinnuna, jújú stundum gaman í vinnunni en þú værir samt alltaf til í að taka þér bara veikindadag.
Þorbjörn Fagmaður hringdi í mig í gær. Það var afsaplega gaman og setti ákveðið fordæmi. Það eru nefnilega ekki allir þeir er kalla sig vini mína búnir að vera duglegir að sinna skyldum sínum við Gleðigjafann. Hér tek ég saman lítinn lista og vona að hann kitli samviskubitstaugar nokkurra (þeir taka til sín sem eiga). Þessi setning var alltaf notuð í grunnskólanum og ég var einhvernveginn alltaf sá sem átti, einkennilegt.
Svarti listinn, þú ert annað hvort með okkur eða á móti okkur!
Magnús Björn; afburðar vinur, hringir, skrifar emeil og kommentar á bloggið. Toppgaur.
Mamm og pabb; hafa hringt, og kommentað, mættu samt bæta sig þar. Skrifa oft emeil sem bjargar þeim. Toppfólk.
Beggi Bró; ekkert heyrt frá honum. Hann er ekki lengur bróðir minn.
Bergdís; ekki hringt og kommmentað sjaldan, skrifaði emeil. Efnileg en getur bætt sig.
Hjalti Pussa; hringt og kommentað, stendur sig mjög vel, Toppgaur.
Þorbjörn; hringt, kommentað og emeilað. Stendur sig framar vonum. Toppgaur.
Jón Frændi; eggert heyrt í honum, hef sjálfur reynt að hafa samband en eggert gengur. Hér með afneitað.
Robbi; Hefur kommentað og sent email, ekkert hringt. Sem tattúbróðir stendur hann sig ekki alveg í stykkinu. Getur betur.
Sverrir; Ekkert heyrt frá honum utan hótana um líkamsmeiðingar ef ég borgaði honum ekki skuld. Virkilega tæpur á afneitun og verður að leggja mikið á sig til að komast aftur innundir hjá mér.
Bjarni; Hitt hann á msn en annars ekkert, kemur þó alls ekki á óvart. Stendur fyrir sínu. Má alltaf bæta sig en er of latur til þess að nenna því.
Oddgeir; ekkert, en er samt ekki alveg viss um að hann viti að ég sé ekki á landinu.
Ægir; hringdi í upphafi en hefur nú gleymt mér. Þarf á bætingu að halda.
Helgi Mac; farinn að sækja í sig veðrið, hefur kommentað en eggert hringt. Ágætisgaur.
Gunnur frænka; hefur staðið sig svona venjulega, ekkert meira né minna þar á ferðinni. Þarf að rísa upp úr meðalmennskunni.
Strákar úr val; alveg búnir að gleyma mér. það kristallast í spilamennsku þeirra þessa daganna.
Krakkar úr 9.SE; Hjörtur staðið sig vel, Robbi alltílæ, aðrir þurfa að taka sig rækilega á.
Aðrir eru ekki þess verðir að minnast á, nema ég hafi gleymt einhverjum mikilvægum. Þá fær hinn sami alla mína samúð.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góði besti, síðan hvenær hef ég einhverjum skyldum að gegna gagnvart þér. Meðalmennskan er mín ástríða (mikið hljómar það sorglega), það er erfitt að halda sér í henni, en það hefst.
Gunnur (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:45
Til að reka af mér slyðruorðið sendi ég þér hér sóldýrkunarróð Jónasar. Það er hollt að fara með þetta í morgunsárið:
Blessuð, margblessuð, - ó blíða sól! - blessaður margfalt - þinn bestur skapari! - og rís að morgni, - frelsari frjóvgari, - fagur guðs dagur!
Vonin vonblíða, - vonin ylfrjóvga - drjúpi sem dögg, - af dýrðar hönd þinni. - döpur mannhjörtu - í dimmu sofandi - veki sem vallblómin - vekur þú að morgni.
m (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:41
Hæ sæti,
Sá ekki skilaboðin en hefði glöð vilja taka þig með....geri það næst :)
Hugsa líka alltaf til þín ;)
eibban í flens
eibban (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:28
jæja vinur... ég er ekki frá því að ég hafi séð salt tár leka niður heltanaða vangann þinn þegar þú skrifaðir þennan lista hehehe
ef þú ætlar eitthvað að væla þá get ég sagt þér að þú mátt alveg hringja líka.... ef þú dettur í það skap að tíma því ... en bara svona til að minna þig þá þá held ég að þú hafir aldrei - aldrei - já ég held aldrei hringt í mig á meðan ég var úti í usa í 2 ár með hoppum yfir á klakann.... ef ég fer með fleypur þá í mesta lagi 1 símtal elsku vinur...
p.s. ástæða þess að ég hringi ekki er sú að þú ert alltaf með mér í harta mínu !
p.p.s. svo er svo stutt í að þú komir heim... tekur því varla hehe
kv. david ROBBInson
Robbi (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:49
Já Siggi kall ég stend mig alltaf vel.
Hjörtur Snær Richardsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:46
eg vill taka undir orð David Robbinson. Siðastliðin 4ár hef ég verið uti, annað hvort i USA eða Sviss og eg man ekki eftir einu simtali eða SMS-i.....getur þakkað fyrir þessi komment þvi þu att ekki meira inni....kannski msn spjall, ekki meira en það
skallinn (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 13:20
Hangikjötið vinur það er ekki allra herramannsmatur en sumir þygja það þó eru þær fleiri stúlkurnar sem finnst gott að narta í kjötið.
diego (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.