29.9.2007 | 23:45
Þrefaldir Íslandsmeistarar í ár! Sigursælasta félag landsins! Nýtt Valslag komið á síðuna!
Það er ekki búið að vera leiðinlegt að vera Valsari í ár. Við handboltadrengirnir lyftum þeim stóra og svo fylgja bæði stelpurnar og strákarnir í fótboltanum í kjölfarið. Það er alltaf hálf notalegt, þegar maður neyðist til að breyta um umhverfi, að vera ríkjandi meistari. Handboltinn byrjar sem Íslandsmeistarar í nýrri höll og fótboltaliðin bæði tvö byrja næsta sumar á nýja vellinum með Titilinn á bakinu.
Í tilefni Titlanna hef ég ákveðið að setja inn lagið "Ég hafði Val". Svo vildi til að ég og Pálmar Péturson þroskaskerti markvörður okkar Valsmanna vorum boðaðir til Valtýrs Björns í viðtal þegar stutt var eftir af deildinni. Við vorum afar eðlilegir í viðtalinu og svöruðum spurningum af kostgæfni þó svo að Valtýr Björn og allir þeir sem lögðu við hlustir séu því algjörlega ósammála. Í viðtalinu lofuðum við að koma aftur þegar við værum orðnir Íslandsmeistarar og syngja frumsamið Valslag.
Við mættum því í stúdíóið eftir að hafa gengið í gegnum tveggja daga afeitrun eftir fagnaðarlætin. Ég með gítar og Pálmar með tambúrín. Við tókum lagið og afraksturinn má heyra hér við á síðunni. Þess má geta að lagið var alls óæft sem sést best á hinni samhengissnauðustu kynningu sem um getur. Ég átti líka mjög bágt með mig nær allan tíman er við vorum að leika lagið þar sem ég bjóst engan veginn við að Pálmar ákvað upp úr skrjáfþurru að bæta við lagið þessum ógeðis hljóðum sínum. Ég fór síðan að tárast í lok lagsins þegar Pálmar, upp úr jafnvel enn þurrara en áðan, fór að syngja falsettu yfir millikaflann.
Til að skýra erindið um Fram á laginu þá hafa Framarar á sér virkilega slæmt orð á sér í samskiptum við eigin leikmenn og önnur félög. Mál Sverris, Siffa, Petja og Helga má nefna sem dæmi. Margir eru þeir óþokkafullir þar í stjórn en helst má þar nefna Hjálmar nokkurn sem þrátt fyrir að vera stjórnarmaður í Fram sá sig knúinn til að fara inn á spjallsíðu Vals sem Geir Sveinsson og rakka niður leikmenn Vals. Töff gaur.
Lagið er það sama og Moran en textinn er eins og gefur að skilja ekki eins. Annars væri um sama lag að ræða. Þið hljótið að skilja það. Vonandi líkar ykkur gripurinn.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Valur eru einfaldlega lang besta lið á landinu Sigurður,og Siggi lagið sem þú settir inn það er alltof stutt get bara hlustað á 42 sek og 30 sek af því ertu að kynna lagið þarf að laga þetta Sigurður
Hjörtur Snær Richardsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 01:57
Takk fyrir þetta Hjörtur, búinn að laga þetta. Þú þarft samt að laga stafsetninguna. Kenndi ég þér ekkert? Notaðu nú punkta svo maður geti áttað sig á hvað þú ert að tala um:)
Sigurður Eggertsson, 30.9.2007 kl. 11:09
Hæhæ
Rakst inn á þessa síðu hjá þér og ákvað að kvitta fyrir innlitið:)
Gangi ykkur vel í danaveldi:)
Svanhvít Helga (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.