4.10.2007 | 22:27
Lífsgreddu vantar.....
Undarlegir tímar. Ég er nú lífsgraður að eðlisfari og ekki vanur að vola yfir örlögum mínum, enda hafa þau verið aldeilis ágæt hingað til. En dagarnir í Danmörku eru fullir vonleysi. Ég vakna um hádegið, vil þó alltaf sofa lengur, borða og tékka á hvort einhver hafi kommentað á síðuna. Það er borin von. Eftir það tek ég mér góða fjóra tíma í að kvíða fyrir æfingu. Eftir æfingu ét ég og fer að sofa, afspyrnu óánægður með dagsverk mín. Skrokkurinn er alltaf frekar tussulegur og ekki batnar hann með sífelldri fjarveru frá sjúkraþjálfara. En það er hausinn sem ég hef áhyggjur af, með hann tussulegan fer allt fjandans til. Þetta eru úrvalsárin sem ég lifi nú og leiðinlegt að eyða þeim eins og ég geri þessa dagana. Ég er fullur af lífsorku sem fer til spillis á degi hverjum. Mig langar svo mikið til að gefa mig allan í eitthvað en hef bara ekki hugmynd hvað það gæti verið. Nógan hef ég tímann en engar hef ég hugmyndir, því það er ekki bara eitthvað til að drepa tímann sem ég leita eftir. Mig vantar fullnægju í lífið, eitthvað til að hella sér út í en ekkert bankar upp á hjá mér. Hingað til hefur einhvern veginn allt komið upp í hendurnar á mér og ég hef ekki þurft að hafa fyrir neinu. Nú skilar sér ekkert og ég hef ekki hugmynd hvernig ég hef upp á því.
Þið megið þó ekki halda að Gleðigjafinn sé eitthvað þunglyndur, ég er alltaf glaður drengur en þó nokkuð tómur þessa dagana. Endilega skrifið nú eitthvað fallegt til mín svo ég hengi mig ekki.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Siggi minn, það er leiðinlegt að lesa um þessa líðan þína, þú sem ert bjartsýnasta og jákvæðasta manneskja sem ég þekki. Það er alveg greinilegt að þú þarft að finna þér eitthvað að gera. Er ekki dýragarður þarna nálægt þar sem þú getur fengið vinnu? Hvernig væri að nýta þessa líffræði gráðu þína? Heimurinn er að missa af miklu ef þú ert heima mestallan daginn. Gerðu eitthvað sem gefur þér vilja til að fara á fætur snemma á morgnana. Ef þú vilt ekki finna þér vinnu eða eitthvað að gera, fáðu þér þá gæludýr
Hringi í þig í kvöld lilli.
Bergdís (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 08:52
Siggi litli xxxxatryllir
Afskaplega er aumt að heyra í þér hljóðið, hér kemur topp 10 listi yfir að því hvernig þú getur látið tímann líða hratt:
Hvað sem lífsgreddu líður, hlýtur það að vera huggun harmi gegn að íslandsmeistararnir virðast sakna þín. Spurning um að taka Ásthildi Helga á þetta og fljúga heim vikulega í leiki.
Ekki tapa gleðinni!
Björn (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:10
Alls ekki éta sýru nema þú sért sáttur með sjálfan þig. Það hafa nokkrir brennt sig á þessu.
Magnús Björn (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:15
Já, og ég er byrjaður að blogga á fullu, þú getur dundað þér við að skoða það: skafrenningur.blogspot.com - lang besta bloggið í bænum.
Magnús Björn (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:17
ég veit hvað þú getur gert siggi fundið nokkra íslendina þarna úti og stofnað utandeildar fótbolta lið FC Iceland eða eitthvað,
og svo getið þið keypt ykkur hjól og farið að hjóla út um allt og svo getur þú og Tinna hjólað til kaupmanna hafnar og farið í tívólið og svo getið þig gert grín af dönum sagt eitthvað við þá sem þeir skilja ekki neitt og svo gætur farið í ræktin og safnað massa eins svo þegar að þú gast ekki haldið á síma almennilega og svo geturu keypt þér playstadion 3 og spilað góða leiki og svo geturu keypt spil svon ástar spil fyrir þig og Tinnu og þá kemur kannski lítill Siggi í heiminn hehe. og já eitt farðu að safna skeggi ekki raka þig í mánuð og settu svo mynd af þér inná bloggið eða myspace-ið af þér með skeggið jæja siggi bless bless og ekki hengja þig því það er bara heimskulegt skiluru.
Hjörtur (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:02
Þú gætir nú kanski fokkast til að svara í símann þinn og fokkast svo til að koma í heimsókn. Ég er bara í sama fokkinu og þú. Hættu samt þessu fokking væli.
Kv Hannes í fokking Frederica
Hannes (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 22:08
Þá er bara að tölta af stað og leita að uppsprettunni. Ekki drepa á þessari fínu tómleikatilfinningu með einhverri afþreyingu. Ásdís frænka
G.G. biður að heilsa
Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.