6.10.2007 | 20:15
Djöfulsins væll eretta
Bið innilega afsökunar á síðasta pistli. Vælandi eins og lítið stúlkubarn. Ég var bara mjög illa stemmdur þennan dag. Kemur fyrir bestu menn. Ég finn mér eitthvað til dundurs, það hlýtur bara að vera.
Í dag er ég flottari, vaknaði góður í skrokknum og það veit ávallt á góða lund. Við spiluðum við Ringsted í dag og fyrsta stigið kom í hús. Það var reyndar ekki mikið gleðiefni því við leiddum með sjö í hálfleik. Skrýtnir þessir seinni hálfleikar hjá okkur. Vorum sex yfir í hálfleik í síðasta leik og töpuðum með sex. Fyrir guðsmildi varð ekki endurtekning á þeim harmleik í dag. Ég var bara alltílæ, setti þrjú, fiskaði víti og spilaði menn fría. Hefði svosem getað lætt inn tveimur enn en ákvað að skjóta frekar bara framhjá. Ég sé mikið eftir þeirri ákvörðun núna.
Ánægjulegt að sjá hve margir kommentuðu til að varna því að henging mín ætti sér stað en um leið umhugsunarefni að enn fleiri ákváðu bara að taka sénsinn og sleppa því að kommenta. Við þau vil ég segja; Þið voruð heppin í þetta skipti en það á aldrei að treysta á heppnina þegar mannslíf er að veði. Ávallt skal setja öryggið á oddinn, maður veit aldrei.....
Gaman að menn sem ég bjóst ekki við að væru lesendur skuli birtast úr myrkrinu og kommenta á síðuna. Björn, Oddgeir og Hannes, virkilega gaman að vita af ykkur. Kætti mig mikið að lesa skrif þeirra.
Mér datt í hug að setja lítinn lagalista inn um fólkið mitt. Þegar maður er aleinn í útlandinu þá er gott að setja mússik á fóninn og stundum minna einhver lög mig mikið á einhverja persónu. Hér koma lögin sem ég tengi við fólkið mitt heima. Ef þið eruð ósátt við tenginguna þá er það alfarið ykkur sjálfum að kennar.
Pabbi: Öll írsk tónlist og allt með Bob Dylan, sér í lagi "Midnight Walker" og "Not dark yet".
Mamma: Öll klassísk tónlist, gömlu bítlalögin og "One of us must know" eftir Bob Dylan sungið af pabba.
Beggi: "So long Marianne" með Leonard Coen og "Mull of Kintyre" með Paul McCartney
Bergdís: "D'Yer Mak'er" með Led Zeppelin og I"n the end" með Linking Park
Maggi: "Brethless" og "Babe, You turn me on" með Nick Cave
Robbi: "Sælan" með Skítamóral og "Music:Response" með Cemical Brothers
Sveppi: "Lady" með Modjo og allt með Jackson.
Tinna: "Unchained Melody" með Righteous Brothers
Helgi: For Today I'm A boy" með Antony & The Johnsons og hvað heitir aftur lagið með Í svörtum fötum aftur?? Let me take you down down.....
Bjarni: "Sex Laws" með Beck og allt með Depeche Mode
Hjalti: Allt með Muse og sér í lagi Knights of Cydonia
Þorbjörn: "Svartir Saurar" með Undirheimamönnum og "Hello" með Lionel Richie
Björn: "Starlover" með Gus Gus
Oddgeir: Morulagið auðvitað
Jón: Diskurinn Cop Killer með Body Count
Tryggvi: "Last Goodbye" með Jeff Buckley
Ægir: "Fix You" með Coldplay
Aðra get ég ekki svo ég muni með nokkru móti tengt við lög. Þeir eru sem sagt óminnisstæðir einstaklingar. Nema ég hafi gleymt einhverjum merkilegum og minnisstæðum. Þá er hann það ekki.
Ég semsagt get setið hérna í útlandinu og hlustað á tónlist sem minnir mig á fólkið mitt heima og það yljar mér, nema þegar ég hlusta á eitthvað sem minnir mig á Þorbjörn, það vekur allt aðrar og leyndari tilfinningar.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur verið að ástæðan fyrir depurð þinni sé að þú færð ekki lengur að vera númer 14?
Magnús Björn (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 23:36
haha þetta er allt gott og gilt hja þer geggerts nema bjarni og discotec með u2 vantaði.
Dansinn hans Bjarna er ógleimalegur. Vona annars að allt gott sé að frétta af þér ljúfastur.
sverrir diego (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 12:52
gott að einungis virkilega góð tónlist minni þig á mig..... en besta lag i heimi með Í svörtum fötum heitir bræðrabandalagið ,en er því miður týnt. Skora lesendur á að reyna að verða sér útum þetta lag og njota meistaraverksins.
Skallinn (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:43
svo er eg að taka eftir því þegar ég rýni betur í þessa liðsmynd að þú ert langt frá því að vera minnstur í þesu liði. Það hlýtur að teljast talsvert áhyggjuefni fyrir klúbbinn að þú sert meðalmaður í stærð þarna. Td leikmenn numer 5 og 17 eru ekki mikið meira en 1.60m......ertu kannski búinn að stækka svona Siggi minn?
Skallinn (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:52
Maggi: Já það er helvíti fúlt að vanta 14 á bakið en gaurinn er víst með það í samningnum sínum að vera nr. 14.
Sveppi: Hvernig gat ég gleymt discotec dansinum hans blugnis??
Helgi:Bræðrabandalagið heitir það auðvitað! Ég verð því miður að hryggja þig með því að bæði númer 5 og 17 standa hærra frá jörðu en ég, en eins og þú veist Helgi minn þá fóru sentimetrarnir mínir bara annað.
Sigurður Eggertsson, 7.10.2007 kl. 19:05
jájá siggi minn... ég þarf að fara að endurskoða þennan tónlistarsmekk.... eða þú að endurnýja minningar þínar um mig þar sem við hlustuðum á þessi lög á Halló Akureyri '99 !!!
Nokkur ár liðin síðan þá og á erfitt með að trúa að það sé ekki annað lag sem minnir þig á mig hehehe
ég get bent þér á eitt sem minnir mig á þig - " WE CAME FOR YOU!!!"
kannast við þetta...
í von um skjótan andlegan bata... (efast um að það gerist því þú ert búinn að vera geðveikur síðan þú fæddist og það væri bara ekki þú ef þú yrðir heill á geði)
kv. Robbi
Robbi (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:46
Hvaða dans eruð þið að tala um!! Ég hef aldrei séð bjarna taka nein flóknari dansspor en hliðar saman hliðar...en það eru flottustu hliðar saman hliðar sem ég hef séð...
Begga
Begga (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.