8.10.2007 | 11:31
Barnagirnd og fleira spennandi...
Alltaf þegar birtist frétt þess efnis að einhver hafi verið innilegri við barn en góðu hófi gegnir þá rísa allir upp á afturfæturnar með morðglampa í augum og æla út úr sér svívirðingum. Nú ætla ég ekki að fara að verja athafnir þessarra manna á nokkurn hátt. Mig langar bara til að staldra aðeins við og velta málinu fyrir mér.
Fyrir mér er hægt að skipta þeim mönnum sem girnast börn undir lögaldri í tvo hópa. Annarsvegar þá sem girnast börn áður en kynþroska er náð og hinsvegar þá sem girnast börn eftir að kynþroska er náð. Fyrst að fyrri hópnum. Að girnast börn sem ekki hafa náð kynþroska er afbrigðilegt. Þetta er hegðun sem er afbrigðileg í öllum menningarheimum og hjá öllum spendýrum (Endilega leiðréttið mig fari ég með rangt mál). Því ef við horfum á málið einungis frá hlið náttúrunnar þá skilar það engum árangri genalega séð og getur vel skemmt líkama og atferli til frambúðar. Lítum nú á seinni hópinn, þ.e. menn sem girnast börn sem eru orðin kynþroska. Þarna finnst mér málin horfa öðruvísi við. Þó svo að í menningu okkar sé slík hegðun ekki samþykkt þá er hún skiljanleg með tilliti til margra þátta. Þessi hegðun þekkist í mörgum menningarsamfélögum og hjá flestöllum dýrategundum er þetta regla frekar en undantekning. Tökum spendýr sem dæmi: Spendýrum sem komin eru á kynþroskaskeið er samstundis veitt athygli og skiptir þá aldur þess sem sýnir áhugann ekki máli. Þarna er komin kynþroksa skepna sem gefur frá sér kynhormón sem veldur svörun frá dýrum sömu tegundar. Skepnan er orðin tilbúin líkamlega fyrir barneignir og því orðin eftirsótt í augum annarra kynþroska skepna. Tilgangur lífs þeirra er vitaskuld að koma genum sínum áfram. Færum þetta yfir á mannskepnuna. Sömu kynhormón, sömu líkamlegu einkenni, einkenni sem eru gerð til að sýna að hér er komin kynvera. Og þetta sjá og skynja aðrir menn.
Ég er hér ekki að færa bót fyrir því að leggjast með barni undir lögaldri því sá menningarheimur sem við lifum í bannar það. Og menn verða að framkvæma eftir lögum samfélagsins því annars eru þeir útskúfaðir. En lítum á aðra menningarheima, nei lítum á einmitt okkar menningarheim ekki nema fyrir nokkrum öldum. Þar voru börn gefin til hjónabands þegar kynþroska var náð og þótti það ekkert til að velta vöngum yfir. Þarna voru tvær kynþroska verur og samband þeirra var samþykkt af samfélaginu. Nú á dögum, þó að um tabú sé að ræða, er lolitusköpunin allsráðandi og ekki gerir það annað en að laða að enn fleiri.
Nú er ég náttúrulega kominn á næfurþunnan ís að vera að ræða um þetta viðkvæma málefni en engu að síður finnst mér þörf á því. Í því samfélagi sem við lifum í er hvorugur hópurinn samþykktur og er ég algerlega sammála þeirri skilgreiningu. En hvað ber að gera? Setjið ykkur í þeirra spor. Þeir hafa girnd, sömu girnd og hver annar einstaklingur á jörðinni, en hún beinist bara ekki í rétta átt eða í ósamþykkta átt. Sama hvert hún beinist er erfitt að halda aftur af henni, þrátt fyrir að gera sér fullkomlega grein fyrir þeim afleiðingum sem henni fylgja. Það er erfitt að berjast gegn eðlisávísun, áunninni eða meðfæddri.
Væri ekki ráð að opna umræðuna. Í stað þess að missa sig alltaf og einblína ávallt á hve mikil ógeð þessir menn eru, væri ekki frekar ráð að reyna að hjálpa þeim. Og fyrsta skrefið í því er að taka þessa umræðu út í dagsljósið. Ef það væri hægt að tala um þessi mál væri hægt að viðurkenna villu sína; ég heiti ..... og þjáist af barnagirnd. Ég er því miður ekki með lausnina en umræða er ávallt fyrsta skrefið.
Vitaskuld er langoftast um að ræða brot gegn annarri manneskju og það er ekki hægt að réttlæta. Það sem ég vil meina er að ef þetta væri viðurkennt í samfélaginu, rétt eins og geðveiki, (þó hún sé nú langt í frá alveg viðurkennd) þá væri ef til vill hægt að auðvelda mörgum manninum að tala um vanda sinn og þurfa ekki að kljást við sína djöfla aleinn. Og það eitt að hlýtur að bjarga mörgum börnum frá þeim brotum sem barnaníð vissulega eru.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Interpol leitar eftir aðstoð á Netinu við að handsama barnaníðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvar liggja mörkin, hvenær verða börn kynþroska? 10 ára? 15 ára? Mér finnst þú vera á mjööög hálum ís.
Inga (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:49
Já ég geri mér vel grein fyrir því Inga með ísinn. Það er misjafnt hvenær kynþroskinn skellur á. Þegar ég segi ,,orðin kynþroska" á ég ekki við að kynþroskinn sé farinn af stað heldur honum sé að mestu lokið. Og með því er ég ekki að segja að einstaklingurinn sé á nokkurn hátt tilbúinn andlega fyrir nokkurn skapaðan hlut.
Að gefnu tilefni vil ég nefna að ég er á engan hátt að bera þessum afbrotamönnum bót, aðeins reyna að fá umræðu um þetta eldfima efni.
Sigurður Eggertsson, 8.10.2007 kl. 11:59
Satt segið þið! Þetta er bara náttúrueðlið! Við erum bara dýr eins og hvert annað á jörðinni, gangur náttúrunnar...
En við erum alltaf að þróast og þróast! Við sýnum í dag þróaða andlega tilfinningu og hlýhug hvort öðru sem við gerðum ekki á steinöld, þá vorum við bara frumleg dýr, prímatar sem löðuðust af hvoru öðru út frá lyktinni og útlitinu og eignuðus afkvæmi og so on, það var gangur náttúrunnar þá og hugsunarháttur prímata var bara að fynna fæði, sofa og fjölga sér í grófum dráttum. En í dag að þá erum við farin að sýna hvort öðru þróaða og andlega tilfinningu gagnvart öðru (við hugsum hvernig hinum andstæðingnum líði og hvort maður sé að gera rétta hlutinn, svona meðvitaða husun en ekki frumstæð eðlisávísun eins og prímatanir sem var bara í undirmeðvitundinni!)
Þannig að ef ég t.d. sæi rosa fallega stúlku sem er miklu yngri ég og yrði hrifin af og myndi vilja stofna náin tengsl milli okkar , myndi ég ekki byrja reyna við hana á fullu því ég hef öðlast þróaða og andlega hugsun og tek tillit til þess að hún sé örugglega ekki andlega undir það búin, en ekki eins og einhver api með hormónana og dýrseðlið á fullu og hugsandi þarna er hot kynvera best að byrja fjölga sér og eigna sér hana! Nei ég er þróuð lífvera með andlega hugsun og samúð!
Svanur Örn (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 12:23
Vorum við ekki að lesa sömu fréttina ? Við erum að tala um mann sem er að nauðga og misþyrma ungum drengjum og dreifa afrakstrinum á netinu !!! Hvort sem um er að ræða háþróaða lífveru eða prímata....þá er þetta a.m.k. andstyggilegasta form sem hún getur tekið, misþyrmingar á smábörnum og krökkum er algerlega óafsakanlegt að mínu mati og já ég fer upp á afturlappirnar með morðglampa í augum þegar ég hugsa til þess að svona viðbjóður hreyfi við hári á höfði sonar míns !
og að tala svo um hjálp fyrir svona menn, væri ekki nær að hjálpa þeim fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra sem á vegi þessara villidýra hafa orðið ?!?
Lína (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 13:05
Ég sá einu sinni dýralífsþátt þar sem sagði frá apategund sem hefur kynmök við ungana til að róa þá niður.. Ef það myndast æsingur og kaos í hópnum (t.d. vegna aðsteðjandi hættu) þá hlaupa fullorðnu einstaklingarnir um og ríða ungunum (konur litlum strákum og karlar litlum stelpum) til að róa þá niður þegar hættan er liðin hjá... frekar skrítið eitthvað.. þeir sýndu myndir af þessu og manni fannst þetta ekki alveg rétt...
Ég varð kynþroska 10 ára... þ.e. þá byrjaði ég á túr.. þýðir það ekki að líkami minn hafi þá verið tilbúinn til barneigna? Held að ég hafi samt alveg náð að verða 12 áður en perralegir gamlir menn (þegar maður er 12 þá er allt yfir 20 ára eldgamalt og ætti að vera ellidautt) fóru að gefa manni auga og segja manni hvað maður væri nú fallegur (og að því er mig minnir alla vega einu sinni hvað væri gaman að fá að pota í mig).. og ég er ein af þessum heppnu sem var aldrei misnotuð! (virðast stundum ósköp fáar sem hafa ekki lent í neinu). Ég er nú samt alveg sammála ykkur að það er stór munur á 10 ára og 15 ára.. þangað til þær opna munninn.. þá er ósköp lítill munur stundum... En það má samt alveg bannað að girnast 15 ára stelpur því "hey, ef það er í lagi að girnast 15 ára, er þá ekki í lagi að girnast 14 ára?!" Alla vega finnst mér að enginn megi girnast 15 ára stelpur nema 15 ára strákar... það er frekar creepy að sjá fullorðna menn (18, 19 og yfir) með þessum krökkum.. Manni finnst eins og það hljóti að vera einhvers konar notkun í gangi
Heyrði einhvers staðar frekar sniðuga reikningsreglu sem sýnir hvað þyki eðlilegur aldursmunur
Aldur eldri einstaklings/2 +7
Þannig má 16 ára vera yngst með 15 ára, 20 ára vera með 17 ára og 40 ára vera með 27 ára...
Sniðugt!
Solar (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:08
Oki bara simple þetta er geðveikt ógeð sem nýtur þess að ráðast á lítil saklaus börn sem getur ekkert varið sig eða sagt eitt eða neitt! Hann ætti að mæta mér og ég myndi bita hann niður í mola og nota það í varðeld, það segir dýrseðlið í mér, svo ekki voga þér að réttlæta eitthvað fjandans dýrsleðli fáviti!
Svanur Örn (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:35
Það sem þú virðist vera að tala um er ekki 'pedophilia':
Underage sex, sexual activity with underage adolescents, is not, in general, clinical pedophilia. While such activity may be illegal in a particular jurisdiction, it frequently exemplifies only borderline pedophilia, or far more commonly, no pedophilia at all. The terms hebephilia and ephebophilia are sometimes used to describe attraction to youths or adolescents, distinct from attraction to children.
Það sem fólk hefur svo alveg gleymt hérna er að þegar fólk verður kynþroska þá fara hormónarnir af stað sem svo aftur leiðir til kynferðislegrar hegðunar. Það er því broslegt að sjá að sumir hugsa þetta bara út frá "ef ég sæi sexí ungling, þá mundi ég hugsa svona ..."
Fransman (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:40
Afhverju ættum við að hjálpa þessu fólki frekar en aðra glæpamenn sem berja eða skjóta fólk til dauða? Það sem þessi maður í fréttinni og aðrir barnaníðingar eru að gera er að gjörsamlega tæta í sig sálir þessara barna! Núna eru þau gjörsamlega dauð að innan! Því ég þekki einstakling sem varð fyrir hrottanlegri misnotkun á barnsaldri, hún er eins og gangandi draugur! Hún þarf á hverjum degi að stútfylla sig af þunglyndislyfum til að surviva daginn!
Það er ekkert hægt að gera einhverja "vísindalega" skoðun á þessum málum! Þetta er einfaldega bara illkvittnsileg áras á saklausa manneskju! Ekkert öðruvísi en morðingjar, terroristar eða hvað eina þetta er bara RANGT! Og því skal refsa og taka einfaldlega úr umferð!
Svanur Örn (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:43
jæja siggi...
... ekki blogga um fleiri fréttir
kv. Robbi
Robbi (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:57
Ég er alls ekki að segja að ekki beri að refsa fyrir þessa hegðun. Ég er bara að benda á að stundum virðist hefndin algjörlega skyggja á hjálpina, hvort sem átt er við hjálp fyrir brotamenn eða fórnarlömbin sjálf. Mér finnst bara verið tekið á svona málum frá öfugum enda. Í stað þess að einblína á hefndina og hvað skuli gera við afbrotamennina væri betra að reyna að koma í veg fyrir glæpinn. Fræðsla, hjálp og að draga umræðuna fram í dagsljósið er áhrifameiri aðferð til að draga úr þessum brotum en að refsa bara nógu grimmilega.
Sigurður Eggertsson, 8.10.2007 kl. 16:01
Það á bara skera allt undan þessum ógeðum, eða senda þessa viðbjóða á eyju sem enginn býr með öðrm morðingju svo þeir drepist alveg örugglega. þeir hætta ekkert þótt þeir fái hjálp þú hlítur að hafa séð kompás? þar er nú gott dæmi, hættu svo að verja þessi ógeð
halla (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:24
Siggi þetta var flottur pistill hjá þér, þó svo hann sé ekki beint um fréttina sjálfa. Það eru greinilega sumir hins vegar sem taka því þannig að þú sért að reyna að verja þennan einstakling sem Interpol er á eftir, en þú ert auðvitað ekki að því. Mér finnst þetta allavega mjög athyglisvert og hvet þig til að halda áfram með svona pistla, þó svo þeir fjalli um viðkvæm mál.
Bergdís (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:56
Þó Sigurður nái kannski ekki að orða hlutina alveg nógu heppilega, hefur hann ýmislegt til síns máls
- Pedófílía (það að laðast kynferðislega að einstaklingum sem ekki hafa hafið kynþroska) er skilgreint sem geðsjúkdómur.
-Geðsjúkdóma er ekki hægt að lækna með fangelsisvist né fyrirbyggja með hótun um refsingar. Það er mikilvægt að skapa umhverfi þar sem hægt er að ræða þetta viðkvæma efni af yfirvegun, og skapa umhverfi þar sem pedófílar geta sótt sér aðstoð án þeir brjóta af sér.
-Ef ekki er rætt á yfirvegaðan og upplýstan hátt um þessi mál er hættan sú að pedófílar fari undir yfirborðið, í stað þess að takast á við eigin geðveilu og leita sér aðstoðar.
-Það grípur alveg ofboðsleg hystería um sig þegar rætt er um mál af þessu tagi, og stór kór fólks sem bókstaflega hrópar á blóð. Í slíku umhverfi er sérstaklega áríðandi að gera greinarmun á pedófílíu og ephebófílíu, en ephebófílía er það að laðast kynferðislega að einstakling sem byrjað hefur kynþroska. Ephebófílía er af læknastétt viðurkennd sem eðlileg hegðun, en löggjöf ýmissa landa (sem iðulega er mótuð af allskyns siðastraumum) miðar löglegan aldur til samræðis oft langt yfir þessum líffræðilegu mörkum.
-Þegar umræðan er óskýr, og jafn mikill tilfinningahiti í henni og vill verða, er hættan sú að blóðþyrstur skarinn hrópi svo hátt að löggjafinn leggi þungar refsingar við bæði pedófílíu og ephebófíliu, eða hverskonar kynferðislegri hegðun meðal barna og unglinga. Það er í þannig umhverfi sem að t.d. Aron Pálmi var dæmdur 15 ára í langa fangelsisvist fyrir kynlífsfikt. Það er í þannig umhverfi sem fólk er dæmt í fangelsi fyrir kynferðislega hegðun sem er í raun fullkomlega eðlileg
-Það er seinna tíma fyrirbæri að reisa kynferðislegan múr milli eldra fólks og unglinga. Þar spila m.a. sterkt inn í siðainnræting kristnu kirkjunnar, á vesturlöndum, sem taka verður með miklum fyrirvara, enda fátt gott sem komið hefur frá kirkjunni í kynferðismálum í gegnum tíðina.
-Við þurfum að skapa umhverfi þar sem við getum átt í *alvöru umræðu* um hvað er rétt, og hvað er rangt, og hvers vegna.
-Við þurfum líka að skapa samfélag þar sem fólk sem er vitandi vits, fær að ráða einkalífi sínu eftir eigin höfði. Það er síðari tíma uppfinning að unglingar geti ekki tekið ábyrgð á eigin gjörðum -og væri gaman að ræða um hvers vegna, og hversu mikinn rétt það á á sér að reyna að stjórna kynlífi fólks sem líffræðilega er "fullorðið".
-Sumir halda því fram að faglega unnar rannsóknir sem leitt hafa í ljós niðurstöður sem eru ekki í samræmi við konservatíf siðagildi eru þaggaðar niður á æðstu stöðum. Las ég einhversstaðar að þögguð hefði verið niður af bandaríska þinginu fagleg rannsókn sem sýndi að kynlífsfikt á yngstu unglingsárum með eldri/fullorðnum einstaklingi hefði ekki neikvæð áhrif í meirihluta tilvika, og jafnvel jákvæð áhrif á líf unglingsins. -Sköpum ekki umhverfi sem er svo litað af heiftarlegum tilfinningum að ekki fái öll sjónarmið að koma fram.
Promotor Fidei, 8.10.2007 kl. 17:17
-Já, og svo er rétt að ég taki fram, svo ekki fari milli mála að maðurinn sem fjallað er um í grein MBL er pedófíll skv. öllum skilgreiningum. Og hið besta mál að til hans náist sem fyrst svo hægt sé að binda endi á brot hans.
Mér gengur það eitt til að undirstrika muninn á ephebófíliu og pedófíliu, og hvetja til yfirvegaðrar umræðu um bæði, þar sem reynt er að kryfja málin á málefnalegan hátt, frekar en hrópa á geldingu og pyntingar um leið og kynlíf ungmenna berst í tal.
Promotor Fidei, 8.10.2007 kl. 17:22
Þetta er þörf ábending sem Promotor Fidei er að benda á. Þ.e. að þegar mál sem varða misnotkun á börnum koma upp þá hrópar fólk á blóð og hefnd en hugsar ekker um hvaða afleiðingar nýjar lagasetningar kunna að hafa.
Það sem Aron Pálmi lenti í er alveg stórkostlegt dæmi um neikvæð áhrif svona "hefndar lagasetninga" sem skríllinn kallar á í svona málum.
Fransman (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 17:59
Ég vil hrósa þér fyrir að þora að blogga um þetta, það er mjög sorglegt hvernig rétthugsun stýrir allri umræðu um viðkvæm málefni. Ég er sammála því að það sé eðlilegt að hafa kynferðislegar hvatir til ungmenna sem hafa náð kynþroska, það er einfaldlega ríkjandi siðferði nútímans sem fær flesta til þess að bæla hvatirnar eða ekki viðurkenna þær fyrir öðrum. Klassískt dæmi er unglingsstelpa sem sefur hjá eldri manni af fúsum og frjálsum vilja en kærir svo nauðgun eftir að foreldrar og aðrir segja henni að hún hafi verið misnotuð. Ath að ég er að segja að þetta sé raunin í sumum tilfellum og er ekki að alhæfa, veit vel að stundum er eldri aðilinn að beita blekkingum og óvenjulegum þrýstingi á ungmenni með takmarkaðan þroska. Því tel ég eðlilegt að í réttarsamfélagi eins og okkar sé samfræðisaldur, hinsvegar finnst mér okkar samræðisaldur (15 ára) vera eðlilegur á meðan flest lönd ganga of langt.
Mín fyrsta kynlífsreynsla var með eldri aðila þegar ég var 16 ára, ég sóttist sjálfur í það og skammaðist mín aldrei fyrir Það (þó sumir hafi reynt að troða því í hausinn á mér að eitthvað rangt hefði gerst).
Aftur frábært að þú sért að opna þessa umræðu og losa hömlurnar á henni.
Geiri (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:32
Díses Kræst .... Gott að þú hefur fundið þér eitthvað að gera Siggi minn ! Þetta er æðislegt og viðbrögðin eru enn æðislegri. Ég mæli samt með að þú farir bara að versla í öðru bakaríi, það hlýtur að vera eitthvað gott bakarí þarna nálægt þér þar sem að einhver gömul og óspennandi afgreiðir vínabrauðið.
Þú tekur kanski kynbundin launamun fyrir á morgun eða rétt samkynhneygðra til ættleiðinga ? ( bara eitthvað svona rólegt)
Aju
HJón (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:49
Er þetta ekki Johnny Giggs??? Bróðir hans Ryan Giggs hjá Man U....
Bæng (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:13
Takk fyrir Bergdís mín, að skynsöm stúlka eins og þú skiljir hvert ég er að fara skiptir mig miklu. Robbi gæti tekið þig til fyrirmyndar.
Ég bjóst við að þessi pistill myndi vekja upp viðbrögð og ég er ánægður að það skuli ekki einungis vera fólk eins og það sem ég lýsti í byrjun pistilsins sem svarar heldur einnig rólegri einstaklingar sem gefa sér tíma til að hugsa málið til hlýtar.
Það er bara tvennt sem ég er að benda á í þessum pistli. Annarsvegar að það sé munur á pedófílíu og ephebófílíu, þ.e. hvort menn girnist börn fyrir eða eftir kynþroskann. Hins vegar að mér finnst fólk byrja á öfugum enda við lausn vandans og einbeiti sér að hefndinni eftir að glæpurinn hefur verið framinn í stað fræðslu og hjálpar sem getur vonandi komið í veg fyrir að glæpurinn verði framinn.
Sigurður Eggertsson, 8.10.2007 kl. 21:36
Ég er hjartanlega sammála það sem Promotor Fidei og Fransman sagði! Ég biðst afsökunar á heiftartali mínu áðan! En þessi maður er sko sannarlega Pedófílía og skal vera stoppaður því hann er of langt genginn! En t.d. með hann Aron eins og þið töluðuð um er bara ósköp venjulegur strákur eins og hver annar sem var bara kljást við hormónaflæðið eins og margur annar! Ég skal alveg viðurkenna að ég og vinur minn gerðum margt asnalegt kynferðislega séð bara því að við vissum ekki hvaða tilfinningar voru að skjótast svona upp allt í einu á unglingsárunum! Hormónar á fullu og nýjar óþekktar tilfinningar litu dagsins ljós og við vorum farin að líta hvort öðru sem kynverur en ekki bara vinir lengur, og það var öruglega einmitt sem gerðist fyrir hann Aron!
Svanur Örn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:10
Ha ha ha!
Magnús Björn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.