Leita í fréttum mbl.is

FAGMENN Í FÓÐURLEIT!!

Þá er loksins komið að því. Fagmenn í Fóðurleit snúa aftur. Ætla að negla inn pistlunum frægu úr Fréttablaðinu. Fagmenn höfðu ekki einungis áhrif á íslensk þjóðmál heldur einnig hina íslensku þjóðarsál og erfitt var að finna kaffihús um veturinn 06' þar sem Fagmenn bar ekki á góma. Þessir pistlar vöktu það mikið umtal að eftir ríkisstjórnarfund var ákveðið að segja upp Fagmönnunum til að ná upp stöðugleika í efnahagslífinu. En það var um seinan. Orðin voru þegar búin að berast eyrum almennings og þjóðin fylkti sér á bak við Fagmenn sem leiddu hana af stað til frelsis, jafnréttis og bræðralags.Lionel R.Esjuhlaup

Þorbjörn bróðir er annar fagmannanna og því við hæfi að setja hér inn myndir af honum, annarsvegar við störf og hinsvegar eftir eitt af Esjuhlaupum okkar.

 

 

Fagmenn í fóðurleit

- Út að borða með Lionel -

Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra í starfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu. Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.

Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opna huga, þandar nasir og smurð vélindu. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.

Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.

_______________________________________________________________________________

Red ChiliRedchilli 

Borðað: For: Sveppasúpa með chili-ívafi. Aðall: Quesadillas með kjúkling, fyllt með papriku, lauk, jalapenio og osti.

Gæði fæðis: Fantagóður forréttur. Chilipiparinn í súpunni bítur mann í góminn og styður nafn staðarins. Það var mælt sérstaklega með aðalréttinum og bitum við á agnið en urðum,  líkt og fiskarnir, forviða af beitubragðinu. Fyrstu bitarnir lofuðu jú góðu en það vantaði tilfinnanlega allt bit í réttinn. Þegar á leið var bragðið orðið flatt og er síðasta bitanum var sporðrennt fékk maður á tilfinninguna að tortilluhálfmáninn hafi verið fylltur af mæjónesi.

Verð: 1490 karl. Ókeypis súpa fylgir sem sanngjarnar verðið.

Þjónusta: Góð þjónusta. Þolinmóð þjónustustúlka og skemmtilega mexíkóskt glasabarn.

Dollan: Eitt eftirtektarverðasta klósett síðari ára. Líðanin var eins og að vera heima hjá sér en þó eins og maður væri nýfluttur inn og húsið rétt fokhelt. Kostir kamars voru að fagrar flísar voru á veggjum og skemmtileg lesning á klósetthurð. Einnig eru tvö sett á einu setti, þvagskál við hlið klósetts og býður það upp á möguleikann að hæfileikaríkir menn geti gert bæði nr.1&2 samtímis í sitthvort settið. Mælt er með því að setið sé á hlið á klósettinu ef reyna á við þessa vinsælu gestaþraut. Galla var einnig að finna á dollunni því ljósið fyrir ofan spegilinn er horfið og það vantar þurrkur í handþurrkuboxið. Þetta vakti furðu okkar þar sem hádegistrjáfíkjan var í algleymingi.

Stemning: Mjög gott pláss inni á staðnum sem gefur honum ákveðinn klassa ásamt massívum borðum og stólum. Lofthreinsigræja á gólfinu og klassamússik. Þægilegur staður með skemmtilegu þema, mikið lagt í innréttingar til að láta þér líða vel. Fyrirfram bjuggumst við við að staðurinn væri mörstappaður Mexíkönum og kúrekum en þegar betur var að gáð kom í ljós að tiltölulega venjulegt fólk sækir staðinn.

 

Kennaraeinkunn: Ekki upp á marga fiska. 19 fiskar.

    

Fagmenn þakka fóðrið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vélinda þýðir Spiserör á dönsku - ógeðslegt.

Magnús Björn (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband