13.10.2007 | 13:35
Fokking Danir
Er nú búinn að búa í Danmörku lengur en góðu hófi gegnir, alls 67 daga, og get með engu móti tekið undir þær rangfærslur að Danir séu fáránlega góðir á því. Því fer fjarri.
Þetta land er byggt upp af reglum um reglur og allt sem þig langar til að taka til bragðs er tafið út í hið óendanlega með pappírum um hversvegna þú fékkst alla þessa pappíra um ekki neitt.
Við sóttum til dæmis um dönsk greiðslukort fyrir mánuði og erum búin að fara fjórum sinnum upp í banka með einhverja ógeðispappíra. Pappírar sem eru jafn ónauðsynlegir og þeir eru margir. Fyrst fáum við pappíra um að við höfum sótt um kortin og verðum að skrifa undir það og senda til baka. Fáum við þá bara ekki pappíra um að við höfum skrifað undir pappíra um að hafa sótt um kortin. Svona hefur þetta gengið nokkra hríð en engin fáum við kortin, enginn skortur er þó á klósettpappír.
Var í Ikea um daginn. Já talandi um það, Danir skilja ekki ef maður segir Ikea með áherslu á I. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað átt er við þar til maður segir Ikea með áherslu á e-ið. Þá endurtaka þeir það sem maður sagði með enn meiri áherslu á e-ið til að sýna fram á hvað langt maður var frá því að bera þetta rétt fram. Eins þegar maður fer í leigubíl og segist vilja fara á Falstersgade og ber fram a-ið, neinei, það er ekki breik að þeir átti sig á við hvað er átt fyr en maður segir með ýktum hreim með áherslu á e-ið, Feeeeelstersgade. Þá að sjálfsögðu endurtaka þeir mann eins og til að árétta hið rétta í málinu.
Þetta er eins og maður væri staddur á Íslandi og einhver útlendingur stoppaði mann og segði: Afsakið, ég þarf að komast á Skólavurðustíg. Og ég myndi ekki hafa hugmynd um hvert maðurinn vildi fara. HA! Ég skil þig ekki, hvað ertu að reyna að segja??? Og eftir margar tilraunir myndi ég loks átta mig og segja; Já, þú meinar Skólavöööörðustíg! Skólavöööööörðustíg!!!
Já hvar var ég, Ikea já. Var í Ikea að skipta gallaðri vöru. Kom að afgreiðsluborðinu og gekk beint til konu sem stóð þar. "Sæl vertu, ég er hérna að skila gallaðri vöru" sagði ég. "Ertu búinn að taka miða" var svarið sem ég fékk. Til gamans má geta að enginn annar kúnni var í kallfæri við okkur. "Nei, afsakið, ég bara gleymdi því" sagði ég, brosti mínu blíðasta og hélt áfram; "er hérna með...." en lengra komst ég ekki. "Þú verður að taka miða til að fá aðstoð" sagði kerlingarbeiglan. Ég spurði hana hvort hún væri að grínast en svo var ekki. Ég horfði á hana í forundrun og hélt áfram að horfa á hana meðan að ég bakkaði að miðastandinum, sem var skal ég segja ykkur langt í burtu. Ég ýtti á hnapp og fékk miða og henti honum í ruslið. Gekk svo aftur að afgreiðsluborðinu og þá sagði tussan eins og ekkert væri eðlilegra "já get ég aðstoðað".
Heyrðu, það er meira. Gaurinn sem ég fæ far með á æfingar er þokkalega danskur á því. Ég hringi í hann og spyr hvenær hann komi og hann segir að hann sendi mér sms um það, hann einhverra hluta vegna getur ekki sagt mér það í gegnum símann. Mínútu síðar fæ ég sms sem hljómar á þessa leið; Soren Frincks Vej 17:23 eða Soren Fricks Vej 16;07!! Og ég skal segja ykkur það að ef hann segir að hann verði á Soren Fricks Vej klukkan 17:23 þá er hann mættur á Soren Fricks Vej á slaginu! Svo þegar hann skutlar mér heim þá vill hann að ég fari út á horni sem er dáldið frá heimili mínu til að hann þurfi ekki að fara neitt út fyrir leið sína heim. Þetta munar kannski 20 sek. fyrir hann en 5 mín. fyrir mig. Einu sinni var hellidemba og ég spurði hvort hann gæti ekki skutlað mér alla leið. Hann leit á mig og sagði; Siggi, ég er ekki Taxi. Hann sagði þetta ekki með einhverjum pirring í röddinni heldur með svona fíling eins og að ég hefði átt að hugsa; nei, hvað var ég að spá, hann er náttúrulega enginn Taxi.
Var svo að fara í strætó eins og gengur og gerist hér í D.K. Það var eitthvað fokk með þristinn sem ég þurfti að taka svo hann stoppaði ekki á sínum venjulega stað heldur til móts við lestarstöðina. Mætti ég ekki á staðinn og sá þristinn nálgast. Beið alveg salla.... en hann stoppaði ekki á stoppustöðinni þar sem ég stóð heldur svona 20.m í burtu. Ég byrjaði að labba að honum og veifaði bílstjóranum en áður en ég kom að dyrunum þá lokaði hann og keyrði af stað. Hann stoppaði á ljósum 50. metrum síðar og ég náði honum þar (eftir 5,2 sekúndu eltingarleik). Þar var hann stopp í nokkrar góðar mínútur meðan að ég var að banka á dyrnar. En í stað þess að opna hristi strætóbílstjórinn bara sinn heimska haus, sem hefur ábyggilega verið erfiðara fyrir skepnuna en bara að ýta á hnappinn sem opnar dyrnar.
Svo erum við nýflutt í íbúð sem er í stigagangi. Við versluðum örbylgjuöfn og utan um hann var pappakassi. Ég ákvað að nota pappakassann fyrir heimilisrusl og þegar hann var fullur lokaði ég honum og setti í ruslið. Eftir 10.mín. var einhver nafnlaus aðili búinn taka hann upp úr ruslinu og leggja við dyrnar hjá mér ásamt miða. Á miðann var letrað rauðu letri að pappír á að fara í þar til gerðan gám og leiðbeiningar fylgdu um hvernig ætti að komast að gámnum. Hver tekur upp úr ruslinu rusl og leggur á tröppurnar hjá manni?? Fíflið hefur ábyggilega haldið að ég yrði þvílíkt þakklátur fyrir viðvik hans, hann hefur haldið að ég myndi hugsa; "hjúkk, gott að enginn annar fattaði að ég setti ekki pappa í tunnu sem var ekki sérbúin fyrir það, ég hefði litið út eins og kjáni".
Þetta eru einungis nokkur brot af atvikum sem hafa hækkað blóðþrýsting minn upp úr öllu valdi hér í Danmörku.
Og eitt enn, mér hefur alltaf verið sagt að Danir séu svo "ligeglad". Var bara að átta mig á því að það að vera "ligeglad" er ekkert jákvætt ástand. Það er bara að vera slétt sama. "Viltu sinnep á pulsuna?" "Jeg er ligeglad med det".
Fokking Danir, hlakka til að komast heim í siðmenninguna.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá Ísland er svo þægilegt land ahh. Fyndið með pappakassan hehe hvað gerðuru eigilega við kassan hentir þú honum aftur í ruslið eða fórstu með hann í gáminn? Já Sigurður Danir reyna allt til að reyna pirra svala fólkið (íslendingana) þetta er bara öfundsýki í þeim. hehe reynið svo að skemmta ykkur Siggi,þú og Tinna getið öruglega spilað eitthvað spil eins svo twister hehe.
Hjörtur (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:50
Ég er alveg sammála þér. Danir eru upp til hópa minnipokamenn og úrþvætti. Að þeir séu ligeglad er einnig misskilningur. Þeir drekka bjór og þess vegna eru þeir álitnir ligeglad, djöfuls aumingjar.
Kallaðinn (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 13:29
Peter Malberg (skuespiller, (f. 1887)) inviterede nogle venner til svampegilde - selvplukkede svampe - med det resultat at alle blev syge. I sin nöd tyede Malberg til den store svampebog, slog op paa bemeldte svamp og sagde saa tröstende til de lidende: - Ak ja, nu er der kun en trykfejl, som kan redde os!
Magnús Björn (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:26
Jamm skriffinskan, bæði hin pappírslega og hin huglæga, er því miður fórnarkostnaður demókratíunnar þar til eitthvað skemmtilegra verður fundið upp. Það sama skal yfir alla ganga... rétt skal vera rétt. En.. en.. en... það sveltur enginn í Danaveldi.
p.s. við foreldrar þínir söknum þín líka.
m (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:12
Við erum líka búin að vera að misskilja þetta allan tímann. Ligeglad þýðir að vera alveg sama svo málið er ekkert að þeir séu hamingjusamir, áhyggjulausir og hressir eins og við aumingja blekktu Íslendingarnar höldum, heldur er þeim bara alveg sama!!! Djöf... Danir
TinTin (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:50
Þegar mín elskulega danska amma flutti til Íslands árið 1948 þurfti hún að vera "ligeglad med mange ting" til að halda geðheilsunni... því get ég lofað ykkur kæru Íslendingarnir mínir.
Magnús Björn (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.