Leita í fréttum mbl.is

Fagmenn í Fóðurleit; Devitos

   

Fagmenn í fóðurleit

- Út að borða með Lionel -

 

Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra í starfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu. Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.

Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opna huga, þandar nasir og smurð vélindu. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.

Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Pizza Devitos

Borðað: 16" pizza með pepperoni, skinku og sveppum.Devitos

Gæði fæðis: Eins og alþjóð veit er pizza er eins og kynlíf, slæmt kynlíf er þó kynlíf. Þetta var fínt kynlíf. Pizzan var virkilega djúsí og anganin var engu lík. Lítill sviti var á bökunni sem einkennir þó oft íslenska pizzustaði.

Verð: 1800 karl. Pizza og kók. Nokkuð hátt en þó réttlætanlegt miðað við hátt fermetraverð í miðbæ Reykjavíkur.

Stemning: Á Devitos ríkir hress sjoppustemning þar sem komið er saman fólk á öllum aldri úr öllum stéttum. Fólkið starir tómum augum á sjónvarpið og bíður eins og illa gerðir hlutir eftir að vera kallað upp með sikileyskum hreim.

Þjónusta: Hröð og glöð, ákveðin og skipulögð. Upplifunin svipuð og að vera hlutur á færibandi í meðalstórri verksmiðju sem ferðast algerlega ósjálfstætt með hinum. Sá sem sker sig úr er gallaður og honum hent.

Dollan: Engin dolla á staðnum sem vissulega dregur úr nautn þess er snæðir. Við mælum því með að taka pizzuna með á Hlemm og snæða hana þar því á Hlemmi má pissa á gólfið.

Kennaraeinkunn: 23 fiskar.

Fagmenn þakka fóðrið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Sigurður Eggertsson ég bið um fleiri Siggalög..................

Hjörtur (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:53

2 identicon

Ég er mikill aðdáandi Fagmanna og fagna því að þeir skuli birtast hér aftur.

Tommi (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband