17.10.2007 | 17:20
Matur er manns gaman
Í upphafi vil ég hrósa fjölskyldu minni fyrir að hafa samband við mig. Spjallaði við foreldra og bróður á Skype í gær, hafði samt soldið á tilfinningunni að pabbi og mamma héldu að það kostaði að vera á Skype því mér fannst þau vera að reyna að kveðja mig allt samtalið. Virkilega gaman að eftir rúmlega 2 mánuði í útlandinu fannst þessari indælu fjölskyldu kominn tími til að heyra í mér hljóðið. (Til gamans má geta að þetta var eini dagurinn frá því að Tinna kom út sem enginn úr hennar fjölskyldu hringdi í hana.)
Núnú, ég er byrjaður að laga mat hérna úti. ( Tinna byrjar alltaf á því að elda einhvern viðbjóð sem ég þarf síðan að laga.) Byrjaði rólega, bauð upp á pizzu. Eftir að hafa tekið hana úr frystinum og skellt henni í ofninn hugsaði ég; Iss, ekkert mál að elda. Næst á dagskránni var grjónagrautur. Iss, lítið mál það. Nú var ég farinn að vera stórhuga í eldamennskunni og ákvað að reyna við stærri bráð. Ég hugsaði; aahhh... pasta. Og ekki bara pasta, nei, ó þið vantrúuðu. Í þetta pasta var skellt öllu steini léttara. Ég hugsaði bara eins og Joey úr Friends; sveppir=gott, egg=gott, kjúklingur=gott, peppironi=gott, hamborgarhryggur=gott og sturtaði því bara öllu ofaní pastað. Uss, þvílíkur matur, þvílíkur kokkur. Er samt að spá í að hætta á toppnum! Þetta er orðið gott í matbransanum, snúa sér að einhverju öðru verkefni sem getur ögrað manni.
Var að byrja í ræktinni í gær. Var orðinn rýr sem kýr. Skrokkurinn batnaði til muna eftir eitt skipti og skýrist það af tvennu. Hnén á mér eru fokked og fokked hné þurfa nauðsynlega á sterkum vöðvum í kringum þau að halda til að styðja þau yfir erfiðasta hjallann. Svo er ég kominn með einkasjúkraþjálfara í ræktinni sem er nuddgræja sem uppfyllir alla mína leyndustu drauma. Var á henni þar til allir sveittu Danirnir fóru að horfa á mig í vanþóknun. Þá fyrst fór ég að koma mér vel fyrir og njóta nuddsins.
Talandi um Dani. Virkilega gaman hve Fokking Danir pistillinn fór víða. Pistillinn var sem talaður út úr hjarta allra sem einhverntíman höfðu stigið fæti á danska grund.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Siggi bara orðinn kokkur og þú ert voðalega ánægður í þessu bréfi það er gott hjá þér að byrja í ræktinni kall.
Hjörtur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 00:29
gott að heyra að þér líkar lífið í danmörku...
...vissi alltaf að þú myndir falla vel inní hópinn
kv. Robbi
Robbi (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:52
Ég vil endilega nota tækifærið og hrósa manninum mínum fyrir eldamennskuna. Ég hef þurft að svelta mig í hel til að fá strákinn til að elda en viti menn það tókst. Ég ligg reyndar í sjúkrarúmi með næringu í æð eftir sveltið sem tók um tvo mánuði en þolinmæðin þrautin vinnur allar:)
TinTin (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.