20.10.2007 | 15:48
Loksins eitthvað
Spiluðum í gær við Aarhus. Mér gekk bara heint ágætlega þó svo að skotin mín séu enn fyrir neðan allar hellur. En ég hef þó alltaf fæturnar sem bera mig hálfa leið. Og það gerðu þeir sko í gær. Setti fimm stykki en spilaði þó bara 40 mínútur. Hefði getað sett á góðum degi átta-níu stykki en eins og ég minntist réttilega á áðan þá eru skotin mín alls ekki að gera sig. Enda ekki nema von þar sem við æfum aldrei skot á æfingu, stórskrítið miðað við að við æfum handbolta. En allavega, leikstjórnandi liðsins sleit liðband í hné í gær og ég fékk því að prufa smá. Fintaði þessa Aarhusgæja sundur og saman en vantaði upp á the finish tuch. Klikkaði þrisvar þegar ég var kominn alveg í gegn og eitt undirskot úr vinstri skyttunni fór skeytin-hausinn á markmanninum og yfir. Það hefði ekki verið leiðinlegt að sjá hann inni. En setti þó fimm sem er bæting. Fimmfaldaði markaskorunina frá síðasta leik. Ef slíkt heldur áfram verð ég farinn að skora yfir þrjúþúsund mörk í leik eftir aðeins fjóra leiki.
En talandi um liðið mitt þá er þetta ekki eðlilegt með meiðsl leikmanna. Tveir með slitið krossband, tveir með slitið liðband í hné, einn ökklabrotinn, einn með slitið liðband í ökkla, einn með slitið liðband í öxl, einn fór úr þumalputtalið í gær og einn með kviðslit. Ég er heili gaurinn í liðinu, staða sem ég hef ekki verið í áður en er ákaflega sáttur við. Þetta er sérstaklega slæmt því með alla þessa gaura innanborðs erum við þokkalega slakir en án þeirra erum við jafnvel enn slakari.
Steiktir þessir Danir. Við semsagt töpuðum í gær með fjórum en eftir leikinn voru þeir bara þokkalega sáttir við sig, "tap með 4 í Aarhus, það eru ekki allir sem tapa bara með fjórum hér". Eftir leikinn var partý sem var einnig nokkuð steikt því partý hjá Dönum felst bara í því að spila póker.
Ég er búinn að vera alveg ótrúlega tussulegur síðustu daga og vonandi getur leikurinn í gær lyft mér aðeins upp úr þessu þunglyndi. Er þó byrjaður að lyfta og sæki um vinnu á mánudaginn. Og þá verður sko gaman. Til merkis um hve ég er tómur og tussulegur þessa dagana þá hef ég ekki skrifað skemmtilegan pistil í viku. Og ekki var þessi pistill til að bæta úr því, ónei.
Þeir eru þarna, skemmtilegu pistlarnir. Það þarf bara að hressa sig við og þá flæða þeir fram.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pistill frá Auju yngri um tungumál. Einnig eitthvað minnst á mislynda Dani.
http://www.kistan.is/default.asp?sid_id=25401&fre_Id=62708&tid=2&meira=1
Kv. Gunnur frænks.
gms (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.