24.10.2007 | 10:32
Er glasið hálffullt eða bara rétt í því.
Mikið hefur verið vælt á bloggi þessu frá fæðingu þess enda ástæður til. En þrátt fyrir ófáar hindranir og Dani á vegi mínum til hamingju í Baunaveldinu þá eru ávallt allavega tvær hliðar á hverju máli, stundum fleiri ef málið snýst til dæmis um jafnarma þríhyrning. Það á þó ekki við nú. Tvær hliðar duga mér að sinni.
Ég get léttilega, og hef, bent á það sem betur mætti fara hérna megin á hnettinum. Handboltinn mætti ganga betur, gaman væra að finna sér eitthvað að gera á daginn annað en að kvíða fyrir æfingu, það væri meiriháttar ef einhver skildi mig þegar ég stilli upp í leikkerfi á æfingu, að finna sig og áhugasvið væri draumurinn, Danir mættu vera minna danskir og svo framvegis.
En þó það hafi kannski ekki hvarflað að mér hingað til þá er nú margt sem hægt er snúa upp í andstæðu sína og líta á sem kost, jafnvel ost þó það eigi alls ekki við nú. Ég ætla einungis að einbeita mér að því að telja upp kostina. Ég er atvinnumaður í handbolta í einni af sterkustu deild í heiminum, ég bý í geggjaðri penthouseíbúð í miðbæ Arhus sem næstum stórborg í Evrópu, ég hef allan frítíma í heiminum til að pæla, lesa og göfga sálina, ég bý með stúlku upp á 9,5 með barm uppá ég veit ekki hvað, ég er að læra tvö tungumál (les á ensku og babbla á dönsku) og ég bý í útlandinu sem mér hefur verið sagt að allir þurfi að prófa.
Þannig að þetta er einungis spurning um sjónarhorn, ég hef nú hingað til smælað framan í heiminn þó svo að á því hafi orðið nokkur hnignun hér í DK(NY). Spurning um að breyta aftur um taktík.
Smásagan okkar gengur eins og í sögu, stíllinn er mismunandi og sjónarsviðið tekur stöðugum breytingum, kannski á kostnað atburðarrásarinnar. En hún heldur ótrauð áfram þar til sá tuttugasti tekur í gikkinn og bindur enda á hana. Verð að hrósa þeim sem lagt hafa sitt af mörkum, jafnvel Bjarna Ólafi háskólastúdent sem opnaði þetta á frumlegan hátt.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er risinn vaknaður? Nei en það er aftur á móti Hægri fóturinn
Hægri fóturinn (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.