Leita í fréttum mbl.is

Fagmenn í fóðurleit; Kaffisetrið

Fagmenn í Fóðurleit

-Út að borða með Lionel-

Kaffisetrið 

Borðað: Steiktar eggjanúðlur með kjúkling og steikt hrísgrjón í chilisósu með kjúkling.kaffisetrið

 

Gæði fæðis: Gríðarleg gæði, mikið og gott bragð, enginn fituviðbjóður. Báðir réttirnir vel útilátnir og girnilegir. Það er deginum ljósara að í eldhúskróknum er að verki reynslumikið fólk sem hefur tileinkað sér mörg þúsund ára matarhefðir forfeðra sinna og náði svo sannarlega að fullnægja þörmum okkar. 

 

Verð: 1000 karl á mann. Vel sloppið.

 

Stemning: Virkilega góð. Austurlandabúar og Íslendingar með gjaldþrotagreiðslu skapa framandi og afslappaða stemningu. Lágstemmd lýsingin inni á staðnum þvingar mann í  rómantískt leiðsluástand sem getur fengið ófaglærða menn til að fella tár. Staðurinn leynir svo sannarlega á sér. Í gegnum tíðina hafa staðir í námunda við Hlemm haft það orð á sér að vera hálfgerð skítapleis en Kaffisetrið nær að rísa úr soranum sem fyrirrennarar þess og nágrannar sköpuðu. Við leggjum því til að nafninu verði breytt í Óðalssetrið.

 

Þjónusta: Elskuleg þjónusta en þó ekki um of. Okkur fannst við vera velkomnir.

 

Dollan: Gæði dollunnar voru ekki könnuð til hins ítrasta í þessari heimsókn en þó fá niðurgangslitaðir veggirnir mann vissulega til að hugsa sig um þrisvar áður en pantaður er karríréttur.

 

Kennaraeinkunn: 25 fiskar.

 Fagmenn þakka fóðrið. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Setja sér ný markmið

Hægri fóturinn (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 20:46

2 identicon

siggi ég er graður komdu heim. klakkinn er að verða þurr hér án þín og stúlkurnar líka.

diego (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband