Leita í fréttum mbl.is

Gamla landið gleður brátt

Jæja, heim á ný. Vonandi er þetta ekki bara einhver flótti hjá mér. Þó svo að það hafi verið vandlega falið hér í skrifum mínum hefur mér oft liðið betur en hér í Danmörku. Margt var á skjön við vonir og væntingar og þá sér í lagi ég. Ég sé þó ekki eftir þessari dvöl því ég veit að með tímanum á ég eftir að öðlast betri yfirsýn yfir þennan tíma hér og það mun þroska mig og bæta sem manneskju. Margt hef ég lært á þessum skamma tíma hér í Danmörku: Ég skil orðið dönsku og get yfirborðssnakkað, ég er farinn að geta stillt vel upp í leikkerfi og er orðinn mun betri leikstjónandi en ég var, ég veit það nú að það var mun fyndnara þegar gaurinn í auglýsingunni pissaði á ofninn í sánunni heldur en þegar þetta tekur sér stað í raunveruleikanum og síðast en ekki síst kom það í ljós að ég veit nú að ég veit ekkert hvað ég á að gera við mig í framtíðinni.
En allavega, töff að geta sagst hafa verið atvinnumaður í handbolta og það í svona sterkri deild. Nú hef ég nógan tíma á Gamla landinu til að hugsa minn gang. Vonandi dúkkar eitthvað upp en ef ekki þá þarf ég að hafa mig allan við að leita af því.

þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæææja kappi, hlakka þá til að rústa þér í Singstar á annan í jólum! ;)

 Kossar og milljón knús

Ásdís

Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:57

2 identicon

vertu velkominn í sveitina mína þar sem sauðféið er á beit og sællegar kýrnar eru úti á mínum breiðu grösum!!!

willi will (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband