3.11.2007 | 16:39
Heim í hlýjuna
Kveðjuleikur minn í gær með Skanderborg. Spiluðum á móti Fredericia með þá Hannes, Fannar og Gísla innanborðs. Ég var þokkalega vel stemmdur fyrir leikinn, búið að ganga vel á æfingum í vikunni og skrokkurinn flottur. En allur minn undirbúningur fór fyrir lítið þegar leikurinn skildi hefjast. Það fylgja nefnilega Frederica hópur geðsjúklinga hvert sem þeir fara. Það var ljósashow, reykur og læti þegar við hlupum inn á völlinn en geðsjúklingarnir ferðast víst alltaf með gám af pappadrasli sem þeir feykja í loft upp þegar lið þeirra er kynnt svo það þarft alltaf að taka 20 mínútur í það að hreinsa gólfið áður en leikurinn getur hafist. Eins og þetta hafi ekki verið nóg þá fengu þeir í vöggugjöf, í stað visku, þokulúðra! Þannig að um leið og leikurinn byrjaði þá hófu þeir að þeyta þá sem mest þeir máttu og það heyrðist ekki mælt mál í húsinu. Meiriháttar fyrir mann eins og mig sem þarf að vanda mig til að kalla leikkerfin. Ég átti því í stökustu vandræðum með að stilla upp og til að kóróna allt voru að ég held feður geðsjúklinganna á flautunni. Þeir flautuðu á allt sem hreyfðist og það kallar á flautukonsert ef bæði lið spila agressífa framliggjandi vörn. Eftir 9 mínútur var búið að flauta á mig skref, ruðning, dæma af mér mark og senda mig tvisvar af leikvelli, allt kolrangir dómar. Þannig að þó heitur hafi verið í upphafi var ég frosinn sem kjúklingabringa þangað til í seinni hálfleik. Leikurinn var spennandi fram á lokasekúndu þegar þeir skoruðu síðasta markið 10 sek. fyrir leikslok. Tveggja marka tap var staðreynd en nálægt vorum við. Ég setti 2 mörk, ekki mikið en vann þó Íslendingaslaginn í markaskorun.
Fínt að vera laus úr þessu liði. Kom mér mikið á óvart hversu mikill amatörklúbbur þetta var þrátt fyrir að vera í dönsku úrvalsdeildinni. Standardinn var langt undir því sem maður á að venjast í Margmeistaraliði Vals. En maður er allavega búinn að prófa, smakka á mennskunni. Hver veit nema maður prófi þetta aftur. Kannski bara til að hafa ástæðu til að byrja að blogga aftur. Kem heim á þriðjudaginn og trúi ekki öðru en það verði mannmergð sem bíði eftir mér í flugstöðinni, tek jafnvel lagið ef nógu margir aðdáendur láta sjá sig.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Fínt að vera laus úr þessu liði. Kom mér mikið á óvart hversu mikill amatörklúbbur þetta var þrátt fyrir að vera í dönsku úrvalsdeildinni. Standardinn var langt undir því sem maður á að venjast í Margmeistaraliði Vals. En maður er allavega búinn að prófa, smakka á mennskunni. Hver veit nema maður prófi þetta aftur. Kannski bara til að hafa ástæðu til að byrja að blogga aftur. Kem heim á þriðjudaginn og trúi ekki öðru en það verði mannmergð sem bíði eftir mér í flugstöðinni, tek jafnvel lagið ef nógu margir aðdáendur láta sjá sig.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að fá þig heim labbakúkur. Það hefur ekki verið neinn friður fyrir þessum Hjalta síðan þú fórst!
Ingunn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.