Leita í fréttum mbl.is

Heim á ný, horfin ský, himinn sést, heima er best.

Hann varði ekki lengi atvinnumannsdraumurinn að þessu sinni. Kominn heim og farinn að brosa á ný. Þetta var erfiður tími í alla staði í Danaveldinu og maður á ekki að leyfa sér að líða illa. En hvað bíður manns hér á Gamla Landinu? Foreldrar míni, þrælsáttir við að hafa náð að ýta unganum sínum úr hreiðrinu, eru búnir að leigja hergbergin mín út. Það vegur greinilegra þyngra peningar í hendi en ást í hjarta. En ég get ekki sett mikið út á þessa ákvörðun hjá þeim hjónum því sjálfur var ég búinn að leigja út íbúðina mína til árs. Ekki get ég því hreiðrað um mig í minni eigin íbúð að sinni og verð því að gera mér tölvuherbergi foreldra minn að góðu um nokkurn tíma. Það er alls ekki nógu töff að vera 25 ára með 2.háskólagráður á bakinu, vera nýkominn úr atvinnumennsku og þurfa að kúldrast í dvergherbergi. En hva... fínt að lifa dáldið lágt í smá tíma.
Nú ætla ég að taka mér smá tíma áður en ég fer á æfingar, jafna skrokkinn og tæma hugann. Að mörgu þarf að hyggja og vonast ég til að geta kúplað mig aðeins út úr þeim aðstæðum sem ég hef lifað við í 20 ár. Prófa hvernig það er að eiga kvöldin út af fyrir sig og geta gert eitthvað annað í lífinu en að spila bolta. En þrátt fyrir þetta tal nú er ég viss um að handboltinn mun sækja að mér fyr en mig grunar, þetta er nú það líf sem ég þekki.
Svo er bara að sjá hvort ég eigi erindi aftur í Val eða hvor eitthvað annað banki uppá.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjámst vonandi fljótlega í gemsahöllinni að Hlíðarenda. Þar er gott að vera. Svo hlýtt og gott, svo ekki sé minnst á gólfið sem slær allt út. Stamt og gott.

Eldri þurfa þig þrátt fyrir að hafa unnið 3-1 í kvöld þá erum við einhverjum 11 undir eins og staðan er núna. Ef þetta er ekki tilboð í lagi, þá veit ég ekki hvað er gott tilboð.

Kv

Pardus

Óli Gísla (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband