Leita í fréttum mbl.is

Ó, það böl að vera trúr

Djöfull getur það oft verið erfitt að vera trúr. Ég hef frá fimm ára aldri leikið með Val og þaðan koma flestir mínir bestu vina. Titlar og þeir oftast fleiri en tveir í hverjum flokki og sú ágætistilfinning að vera sigurvegari er meðal þess sem fylgt hefur árunum í Val. Já margt hef öðlast fyrir þau ár sem ég hef eytt að Hlíðarenda en fjöldi seðla eru þar ekki á meðal. ,,Betri er friður í hjarta en aur í hendi" er hugsun sem oft hefur hvarflað að manni í þessu samhengi og vil ég meina að mun fleiri í þessu þjóðfélagi mættu feta sama veg ég í þeim efnum. En, það er alltaf en! ,,Stundum langar manninn þessi lifandis ósköp" svo ég vitni í nýútkomna bók móður minnar ,,Aukaverkanir". Oft er það freistandi að selja sál sína fyrir aukin lífgæði, margur maðurinn hefur nú látið freistast í gegnum tíðina. En sá skuldum vafni framhaldsskólakennari sem ég er tók þann pólinn að fylgja hjartanu frekar en að stökkva á monníngana. Mun klárlega sjá eftir öllu saman þegar þeir koma og bera út húsgögnin mín vegna ógreiddra okurlána.

Og já, ég er því kominn aftur í Val. Vinirnir, Þjálfarinn, Umgjörðin, Titlarnir, Sagan, Hjartað. En sú ákvörðun hefur ekki vitund grynnkað á skuldum mínum. Helvítis loyalty alltaf hreint.


mbl.is Sigurður Eggertson til Vals á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilkommen Siggi.......  það eina sem maður hefur saknað í vetur eru undirhanda skotinn þín!!

feginn að þú fórnaðir ekki siðferðinu og fórst eitthvað annað vegna peningana....

Ég hafði Val ....................

Ég gekk í Val............................... 

Áfram Valur 

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:25

2 identicon

Ég spyr, er það töff að blogga um frétt sem birtist um mann sjálfan?

Björn (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:11

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband