11.11.2007 | 14:43
Eistun komin niður....
Loksins orðinn alvöru karlmaður. Enda kominn tími til, 25 ára gamall. Já tuttuguogfimm! Marga rekur kannski í rogastand við að heyra hve árin eru mörg og trúa hvorki eigin eyrum né augum. Unglegt útlit má rekja til áralangrar notkunar á Face-protector (protect your face from drying effects of the wind, sun and cold) og skeggvaxtar á við fjögurra vetra stúlkubarn. En nú er það liðinn tími, nú er ég orðinn karlmaður. Eistun komin niður, hárvöxtur þekur grófgerðan líkamann, röddin minnir ekki lengur á saklausan skóladreng heldur skítugan bifvélavirkja, áhugi á fagurfræði og tilfinningum víkur fyrir áhuga á formúlunni og fótbolta og nú rétt í þessu var ég að tryggja mér áskrift að soraklámsíðu.
En hvers vegna þessi mikla breyting og hví nú? Svarið er einfalt. Ég fékk byssu í hönd og fór að skjóta! Fór með Þorbirni vini mínum til fjalla að skjóta rjúpur. Klæddur í veiðigallann (ekki flegna þrönga bolinn heldur kraftgallann) með hólk við hönd fann ég testósterónið streyma um líkamann og fylla hvert holrúm af árasárgirnd. Upp í óbyggðum höfðumst við við (skemmtilegt; við við), snæddum saman snjó og héldum hlýju hver á öðrum. Vottur af Brokeback-fjalla-fíling en engin ástarlot fylgdu þó að þessu sinni. Bara karlmannleg væntumþykja.
Eftirmáli; Engin rjúpa var skotin að þessu sinni. Aðalástaða þess var að ekki einn einasti fugl var sjáanlegur á svæðinu. Við reyndum að skjóta á rollur en þá kom einhver arfavitlaus bóndi og stoppaði það. Hann skutum við.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða maður með réttu ráði myndi láta þér hlaðna byssu í hönd? Svo ég tali nú ekki um að fara svo með þér til fjalla. Er Þorbjörn orðinn lífsleiður? Eða er hann einfaldlega eins og nafnið gefur til kynna þornari öðrum Björnum?
Björn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 11:31
Ég spurði mig að þessu í sífellu en fann við þessum háskaleik hans engin svör. Hann hlýtur bara að vera svona þorinn Björninn.
Sigurður Eggertsson, 13.11.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.