25.11.2007 | 19:20
Létt verk og löðurmannlegt
Við í handboltaliði Vals höfum nú opinberlega boðið í knattspyrnulið Valskvenna. Bæði lið eru Íslandsmeistarar og er því um stórleik að ræða. Þessi leikur hefur lengi verið í deiglunni en aldrei hefur orðið af því að boða til hans, þar til nú. Bæði lið eru afar siguviss og verður því hart barist EF þessi leikur verður að veruleika. Við erum reddý svo það er eingöngu spurning um hvort Valsstúlkur, sem hafa hingað til ekki verið feimnar við að auglýsa eigið ágæti, guggni á áskoruninni eða standi við stóru orðin.
Hér að neðan er bréf frá mér sem birtist á heimasíðu Vals þar sem ég, fyrir hönd Íslandsmeistara Vals, skora á Hlíðarendahnáturnar.
---Í nokkurn tíma höfum við drengirnir úr Íslandsmeistaraliði Vals í handknattleik ýjað að því að við ættum ekki í vandræðum með að sigra Íslandsmeistaralið Valsstelpna í fótbolta enda með hæfileikamenn í flestöllum stöðum. Ekki hefur staðið á viðbrögðum Betu þjálfara við þessum pælingum okkar, haft hefur verið eftir henni að við ættum að prísa okkur sæla ef við sleppum við tveggjastafa tap. En nú er mál að standa við stóru orðin og hér með bjóðum við úr handboltanum í kvennalið Vals. Tímasetning og hvort spila eigi á stóran eða lítinn völl er stúlkunum í sjálfsvald sett enda viljum við ekki heyra neinar afsakanir eftir leikinn. Svo er bara vita hvort Betan guggni þegar á hólminn er komið og áskorunin er orðin opinber.
Virðingarfyllst,
Sigurður Eggertsson, undrabarn í knattspyrnu.---
Fotbolti.net komst um snoðir um leik þennan, birti frétt þess efnis og tók viðtal við markvörð stúlknanna. Gaman hefði verið ef síðasti pistill minn hefði einnig ratað á áðurnefnda síðu.
Endilega spáið í úrslit leiksins
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla að mæta og horfa á þennan leik
Finnst samt hann verða að vera á stóran völl 11 á móti 11 annars er þetta ekki marktækt !
Spái handboltaliðinu sigri, verður samt ekki auðvelt... sérstaklega ekki ef þetta verður 90mín leikur
Robbi (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.