29.11.2007 | 18:43
Fagmenn í Fóðurleit; Barónspöbbinn
Barónspöbbinn
Borðað: For: Súpa með nautahakki, osti, tómötum, snakki og grænmeti. Aðall: Kjöt í karrí.
Gæði fæðis: Afskaplegabragð- og matarmikil súpa. Góð þefun og ef ekki hefði verið fyrir svelt allandaginn hefði súpan nægt sem fullbúinn hádegisverður.
Kjötið bragðaðist hins vegar líkt og sjálfdauðrolla sem rekið hefur daglangt í höfninni.
Verð: Eiturfíntalveg, for og aðall á fjólubláan karl.
Dollan: Skemmtilegaólystug, umtalsverðar saurleifar í skál og nokkuð um skítamix á tankinum. En þógóð til síns brúks.
Þjónusta: Eins ogað koma í heimsókn til frænku sinnar. Manni er vel tekið en þiggur matinneingöngu af væntumþykju.
Stemning: HressandiStaupasteinsstemning. Menn með mottur og sólgleraugu innandyra. Stöð 2 bíó er ígangi og því varð ekkert úr djúpum samræðum fagmanna. Þess í stað var horft áviðbjóðinn Mean Girls og saurguðust hreinar sálir okkar við það.
Að þessu sinni látum við fylgja með brandarasem við heyrðum sagðan í þrígang. Hann var endurtekinn í tvígang því enginnfattaði djókið. ,,Achtung Stalíngrad, achtung Stalíngrad. Þá sögðu þeir:Hvernig gengur? Þá var svarað: Þeir eru farnir að nota bófaaðferðir, berjast úrkjöllurum og vaskahúsum." Þess má geta að enginn náði brandaranum heldur íþriðja sinnið.
Kennaraeinkunn:Ekki upp á marga fiska. 12 fiskar.
Fagmenn þakka fóðrið
Flokkur: Menning og listir | Breytt 11.1.2008 kl. 14:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.