4.12.2007 | 19:13
Margt að ske....
Fékk indæla vinnu hjá Finna handboltakappa. Var að stússast að undirbúa partý og gera auglýsingu. Þetta var mikil tilbreyting fyrir mig, vinnulega séð. Hingað til hefur mér þótt lagt mikið á mig ef klukkan væri orðin tvö og ég enn í vinnunni. Góðu vanur segja sumir, fljótur að vinna svara ég. En í þessari nýju vinnu var unnið þar til verkefnið var búið og það var kannski ekki fyrr en um miðnætti. Alvöru. Fór svo upp á jökul eftir undirbúning partýa í bænum og var það ævintýri út af fyrir sig. Ég var mættur galvaskur upp á Mýrdalsjökul á laugardagsmorguninn, dúðaður sem aldrei fyr. Og þetta var ein af upplifunum lífsins, ískalt, sól að rísa, Vestmannaeyjar koma í ljós úr skýjabakka, logn og gott skyggni yfir sandana og fjöllin í kring, hundasleðar með grænlenskum ofvöxnum hundum, Tælendingur sem átti að leika Grænlending, þyrla lenti og maður fauk í burtu og allur sá matur sem ég gat torgað á einum degi. Topp dagur, alltaf hollt að komast úr í náttúruna, anda að sér fjallalofti og pissa á hættulegasta eldfjall Íslands sem undir jöklinum liggur.
Síðari dagurinn var allur annar sökum veðurs. Varla var stætt í verstu vindhviðunum og svo mikið fjúk að lítið sást út úr augum. Jepparnir festust í klukkutíma á leið niðraf jöklinum og ég í beinu símasambandi við Bjarna til að heyra síðustu mínúturnar úr bikarleik Vals.
Semsagt, margt að ske þessa helgi. Ofan á þetta bætast pælingar um hvar eigi að spila næsta tímabil. Nú, og hvað eigi að gera í lífinu. En þetta get ég hugsað um í kósíheitum heima hjá Magga sem fer svo vel með mig að ég fer hjá mér.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Síðari dagurinn var allur annar sökum veðurs. Varla var stætt í verstu vindhviðunum og svo mikið fjúk að lítið sást út úr augum. Jepparnir festust í klukkutíma á leið niðraf jöklinum og ég í beinu símasambandi við Bjarna til að heyra síðustu mínúturnar úr bikarleik Vals.
Semsagt, margt að ske þessa helgi. Ofan á þetta bætast pælingar um hvar eigi að spila næsta tímabil. Nú, og hvað eigi að gera í lífinu. En þetta get ég hugsað um í kósíheitum heima hjá Magga sem fer svo vel með mig að ég fer hjá mér.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
afhverju ertu ekki búinn að hafa samband við mig varðandi Hero? Ég meina hvað er partý án Hero? Þú sást bara hverju lagið skilaði í Grindavík fyrir nokkrum vikum.......
skallinn (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.