9.12.2007 | 20:04
Fagmenn í fóðruleit; Kaffi Vín
Kaffi Vín
Borðað: Gúllassúpa(með slatta af gúllasi, kartöflum og grænmeti) og brauð + ábót á bæði.
Gæði fæðis: Mikilgæði, gott bragð og gnægð matar í súpunni. Brauðið lungamjúkt og heitt.Áfyllingin var á hinn bóginn ekki sömu kostum gædd. Súpan var volg og brauðiðvanbakað. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir ábót á rétt þennan. Fagmennmæla ekki með ábót því hún spillir fyrir annars ljómandi upplifun.
Verð: Súpa ognýbakað á 690 karl. Áfyllingin gerir verðið hlægilegt.
Þjónusta: Alvegmeiriháttar. Allar óskir uppfylltar. Heiðarleg þjónusta og laus við tilgerð.
Stemning: Highschool hang out. Fullt af ungu fólki sem heldur að það hafi skoðanir. Þægilegadáleiðandi gítartónlist í græjunum, ójafnir veggir og eitursúrar myndir haldamanni í leiðslunautn á meðan snætt er.
Dollan: Rauðleiturblær gefur exótíska afskilunarstemningu. Súra þvagstækjuna nær lítil vifta ávegg ekki að lífga upp á. Ekki laust við að manni líði eins og í bíómynd þegarsetið er á dollunni.
Kennaraeinkunn: Uppá marga fiska. 29 fiskar.
Fagmenn þakka fóðrið.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 11.1.2008 kl. 13:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.