15.12.2007 | 19:57
Um tómlyndi.
Ég hef verið óvenju tómur skriflega séð síðustu vikur og veit ég ekki hver ástæða þess geti verið. Ekki er ástæðan sú að lítið sé um að vera í lífi mínu þessa dagana, öðru nær. Ég er nú í nýrri vist og nýrri vinnu, má ekki leika handknattleik um sinn og er kærustulaus í fyrsta sinn í ár og daga.
Nýja vistin er yndisleg. Okkur Magnúsi semur dáyndis vel, liggjum eins og hjón upp í sófa öll kvöld, spjöllum, hlustum á blús og maulum smákökur. Þetta er líferni sem ég hef ekki áður kynnst en líkar vel við. Við erum með ólíkan lífsstíl og ólíka sögu en dönsum á sömu bylgjulengd sem er allt sem ég óska í vinasambandi.
Nýja vinnan gengur einnig vel. Þræll er dulið heiti yfir það sem ég aðhefst en þarna er klassafólk í kringum mig og margskonar verkefni svo mér leiðist ekki hót. Ekki skemmir það líka fyrir að fé það sem ég uppsker dvergar kennaralaunin. Talandi um kennaralaun, hvernig er hægt að réttlæta þá fásinnu sem launin fyrir þá mikilvægu vinnu vissulega er.
Það er vissulega glatað að mega ekki spila fyrr en eftir áramót en gefur þó svigrúm fyrir vinnu og skemmtanastand sem ég nýti mér út í hinar ystu æsar.
Ég vil einnig nota tækifærið til að óska þeim góðvinum mínum Þorbirni og Sverri til lukku með afleiðingu ríðinga sinna. Á enn eftir að líta gripina en trúi ekki öðru en það verði eitthvað varið í þá. Það er ég viss um að Þorbjörn á eftir að reynast góður faðir og Sverrir sú móðir sem öll börn óska sér.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Nýja vistin er yndisleg. Okkur Magnúsi semur dáyndis vel, liggjum eins og hjón upp í sófa öll kvöld, spjöllum, hlustum á blús og maulum smákökur. Þetta er líferni sem ég hef ekki áður kynnst en líkar vel við. Við erum með ólíkan lífsstíl og ólíka sögu en dönsum á sömu bylgjulengd sem er allt sem ég óska í vinasambandi.
Nýja vinnan gengur einnig vel. Þræll er dulið heiti yfir það sem ég aðhefst en þarna er klassafólk í kringum mig og margskonar verkefni svo mér leiðist ekki hót. Ekki skemmir það líka fyrir að fé það sem ég uppsker dvergar kennaralaunin. Talandi um kennaralaun, hvernig er hægt að réttlæta þá fásinnu sem launin fyrir þá mikilvægu vinnu vissulega er.
Það er vissulega glatað að mega ekki spila fyrr en eftir áramót en gefur þó svigrúm fyrir vinnu og skemmtanastand sem ég nýti mér út í hinar ystu æsar.
Ég vil einnig nota tækifærið til að óska þeim góðvinum mínum Þorbirni og Sverri til lukku með afleiðingu ríðinga sinna. Á enn eftir að líta gripina en trúi ekki öðru en það verði eitthvað varið í þá. Það er ég viss um að Þorbjörn á eftir að reynast góður faðir og Sverrir sú móðir sem öll börn óska sér.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.