Leita í fréttum mbl.is

Besta fyrirsögnin

Skoðanakönnun hefur nú staðið í alllangan tíma um bestu fyrirsögnina á bloggfærlum frá Danmörku. Margar komu til greina en eftir hatramma innbyrðis baráttu komust eftirtaldar fyrirsagnir í úrslit:
Fokking Danir - Barnagirnd og fleira spennandi... - Langt síðan maður hefur migið á hund - Eins og svelja á belli- Þvegleggsmálið og önnurgleðitíðindi frá Íslandi - Leiðist mér að lifa, langar til að deyja..
Til að útskýra í stuttu máli þá sögu sem hver fyrirsögn stóð fyrir þá stóð fyrirsögnin (Fokking Danir) fyrir örsögur úr dönskum raunveruleika. Sá raunveruleiki var ekki eins og við eigum að þekkja hann. (Barnagirnd og fleira spennandi...) stóð fyrir pistil minn varðandi mun á pedófílíu og ephebófílíu og þá ábendingu að betra er að byrgja brunnunn áður en að barnið er dottið í það. Þessi pistill gerði allt vitlaust, komst í heitar umræður á moggablogginu enda lásu hann mörg þúsund manns og 25 komment mættu galvösk á síðuna. Fyrirsögnin (Langt síðan maður hefur migið á hund) fjallar um nýtt húsnæði og þá staðreynd að engin klósetthurð reyndist fylgja með. (Eins og svelja á belli) vakti athygli á íslensku málfari með því að tína til 89 nöfn yfir getnaðarlim. (Þvagleggsmálið og önnur gleðitíðindi frá Íslandi) vakti athygli á þeirri staðreynd að það væri nú ekkert vesen fyrir stelpur að fá í sig þvaglegg þar sem þær pissi jú allar með rassinum. (Leiðist mér að lifa, langar til að deyja...) var eingöngu óvenju greinagóð lýsing á líðan minni í Danmörku.
Eftir langa kosningarbaráttu var gengið til kjörklefa og niðurstaðan sem hér segir:
Fokking Danir 41,9%
Barnagirnd og fleira spennandi... 15,1%
Langt síðan maður hefur migið á hund 14,0%
Eins og svelja á belli 4,7%
Þvegleggsmálið og önnurgleðitíðindi frá Íslandi 5,8%
Leiðist mér að lifa, langar til að deyja.. 18,6%

Fyrirsögnin Fokking Danir rúllaði upp samkeppninni og sigraði með nærri helming greiddra atkvæða. Skemmtilegt í ljósi þess að fyrirsögnin og pistillinn í heild sinni gefur hvað best ljós á dvöl mína í Danaveldi. Fokking Danir mundi ég segja lýsi alveg ótrúlega nákvæmlega Dönum sem þjóð og sem einstaklingum.
Um leið og ég óska Fokking Dönum til hamingju með titilinn hvet ég alla lesendur til að lesa sér til gagns og gamans sigurpistilinn því hann svíkur engann.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband