25.12.2007 | 18:34
Tek smá pjásu
Nú hef ég ritað niður fíling minn hverju sinni frá miðum ágústmánuði. Mörg vitleysan hefur hrotið af vörum mínum en inn á milli leyndist sannleikurinn vel falinn. Þetta hefur verið býsna erfiður tími ef miðað er við hve auðveldlega ég hef flotið í gegnum lífið öllu jöfnu. Miklar breytingar hafa orðið á högum mínum sem ég ætla ekki að tíunda að þessu sinni en hægt hefur verið að lesa það á milli línanna í eldri færslum mínum. En nú eru jól og nýtt ár á leiðinni, ef það er ekki núna, hvenær er þá rétti tíminn til að breyta til. Ég hef því ákveðið að taka mér smá pjásu við skriftir því fátt er leiðinlegra en fólk sem hefur ekkert að segja en getur þó ekki haldið kjafti. Ég hef ekki haft mikinn innblástur í nokkurn tíma og því mál að linni að hætta að tjá sig svona á opinberum vettvangi. Hver veit nema ég verði fullur eldmóði á nýu og vonandi betra ári og ég held á ný til skrifta en hér er þó engu lofað.
Að endingu set ég inn viðtal sem var tekið fyrir handbolti.is, aðallega vegna skorts á hugmyndum til að lengja síðasta pistilinn. Ég bið ykkur vel að lifa og látið mig svo í friði, hættið að hringja í mig og snúið ykkur að öðru þar til ég er tilbúinn aftur. Þar til næst, fokk off, siggilitligleðigjafi.
Handbolti.is:
-
Fullt nafn: Sigurður Eggertsson


-Aldur: tuttuguogfimmaðverðatuttuguogsex

-Giftur/sambúð? Ég er ekki giftur en er í sambúð með vini mínum honum Magnúsi, telst það?


-Börn: Ég vona til guðs að þau leynast ekki einhverstaðar þarna úti.

-Hvað gerir þú? Ég er hetja í fullu starfi.


-Ánægður og hvers vegna? Jájá. Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig. 


-Varstu góður unglingur? Já, ég vil meina það, aðrir ekki. Það kom fyrir að foreldrafundir voru ekki haldnir út af mér en það var sjaldgæft. 


-Hverjir eru þínir helstu kostir sem persónu? Usss, hér get ég haldið áfram endalaust. Glaðlyndur, jákvæður.... ok kannski ekki endalaust en það er meira, man það bara ekki akkurat núna. 


-En helstu gallar sem persónu? Ég á dáldið eftir að finna mig. 


-Heldurðu að þú sért eða verðir góður maki og hvers vegna? Já ég held það bara. Ef makinn lærir að verða undirgefin mér í einu og öllu mun ég leyfa henni að fara í Debenhams á hverju ári. 


-Uppáhaldsdrykkur? Vatn.... með kókbragði


-Uppáhaldsmatur? Saltkjöt er í miklu uppáhaldi en er með veikan blett fyrir hverskonar skyndibita. 


-Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? Nei, alls ekki. Spila samt alltaf með lukkuband, slekk ljósin þrisvar áður en ég fer út, hræki á fyrsta ljósastaurinn við húsið mitt, borða alltaf lakkrís og skyr, fer síðastur út úr klefanum, banka í snagann eftir upphitun, loka augunum í 10 sek. áður en leikur hefst og kyssi gólfið en ég meina, hver gerir það ekki. Engin hjátrú, bara öryggisatriði. 


-Hvaða liði myndir þú vilja spila með? Fram auðvitað


-Hvaða liði mundir þú aldrei spila með? Í.B.V. Ælan þrýstist upp í nefgöngin á mér bara við að hugsa um Herjólf. Þegar ég pæli í því þá gerist það líka þegar ég hugsa um einhvern sem heitir Herjólfur. 


-Erfiðasti andstæðingurinn? Liðamótin mín hafa reynst erfið í gegnum tíðina. 

-Besti samherjinn? Ég og Bjarni Ólafur knattspyrnustjarna náðum vel saman í gegnum yngri flokkana. Bjarni í skyttu og ég í horni og við það komu titlarnir nánast sjálfkrafa í öllum flokkum. 

Svo var félagi minn Róbert Óli úr fótboltanum duglegur að mata mig á stungusendingum, er enn á því að ég hefði átt að velja fótboltann.
-Ofmetnasti leikmaðurinn hér á landi? Ég er klárlega ofmetnasti leikmaður deildarinnar. Ég get ekki skotið á markið, get ekki spilað vörn, get ekki sent á línu og geri mér enga grein fyrir hvað er í gangi á vellinum. Þrátt fyrir þetta var ég atvinnumaður og landsliðsmaður. 


-Vanmetnansti leikmaðurinn hér á landi? Gamla hrossið hann Hjalti Pálmason eða Hjalti Pussa eins og mamma mín kallar hann. Hann er nefnilega ekki jafn hægur og feitur og fólk virðist halda. Hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar, frábær skotmaður og skilur leikinn mjög vel. Verst hvað hann er leiðinlegur. 


-Sætasti sigurinn? Essó-mótið stendur uppúr en þar fór ég að háskæla eftir leikinn. En svo eru nokkrir sætir sigrar eftir að ég komst í mútur eins og Íslandsmeistaratitillinn í vor, sigur á Rússum með landsliðinu og sigur í keppninni Herra Rass Austurbæjarskóla. Sá titill er enn að trekkja að.


-Mestu vonbrigði? Að hafa ekki náð að setja stefnumót með Dóru Maríu fótboltakvendi inn í nýja samninginn minn. 


-Besti vinur þinn úr handboltanum? Ég á enga vini úr handboltanum. Utan æfinga yrði ég ekki á liðsfélaga mína.


-Uppáhalds erlent handboltalið? Barcelona er flottasta lið heims. 


-Uppáhalds handboltamaðurinn? Er það ekki klisja að segja Balic? En mér ber bara skylda til að nefna hann, hann svaraði nefnilega Siggi Eggerts í svipuðu viðtali. 


-Besti íslenski handboltamaðurinn í gegnum tíðina? Örvhentu Vals-undrin Bjarki Sig og Óli Stef. 


-Efnilegast handboltamaðurinn á landinu? Roland Eradze á eftir að ná langt


-Fallegasta handboltakonan hér á landi? Berglind Íris er fegurst gyðja en hún er því miður með vini mínum. Svo er Guðrún Drífa náttúrulega svaka babe en mér myndi alltaf líða eins og ég væri að sofa hjá Einari Hólmgeirs.


-Grófasti leikmaður deildarinnar? Ég hef alltaf gaman að því að fá hné í læri frá Adda Pé. Pálmar Pétursson markmaður er einnig mjög grófur en á öðrum sviðum.
-Besti íþróttafréttamaðurinn? Ég er einlægur aðdáandi Samúels Arnar Erlingssonar. Svo hafði ég ótrúlega gaman að Ágústu Eddu, hafði ekki tekið eftir því áður hversu smámælt hún er. 


-Ekki besti íþróttafréttamaðurinn? Þessir Formúlu-sauðir.


-Hvernig gemsa áttu? Einhvern geðveikt flottan með enn flottara númer: 6151561.
-Uppáhaldssjónvarpsefni? Fóstbræður verða ekki toppaðir.


-Besta bíómyndin? Fight Club og The Wet dreams of Jennifer


-Hvaða tónlist hlustar þú á? Ég er mikill Megasmaður en get alveg pínt mig í smá Radiohead. 


-Uppáhaldsútvarpsstöð? Neibb


-Uppáhalds vefsíða? Vefsíðan mín gledigjafinn.blog.is var ómótstæðileg en er í mikilli lægð þessa dagana. 


-Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Þeir eru orðnir frekar tæpir þeir félagar Elvar, Baldvin og Pálmar. "Níutíu og eitt eða ekki neitt" er mottó þeirra greddubræðra. 


-Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur tengt handboltanum? Margt var spaugilegt í sambandi við svarta Frakkann okkar hann Bavou. Það var í sjálfu sér spaugilegt að vera einn sextíu og átta á hæð með einn sextíu og átta milli lappanna. Get líka hlegið endalaust að því þegar hann mætti í fyrsta partý okkar Valsmanna. Hann var ótrúlega sáttur, gaf öllum five og sagðist hafa keypt bjór fyrir alla. Allir fengu eina flösku og sötruðu þangað til það var ekki hægt að hemja hláturinn lengur. Menn settu frá sér Malt flöskurnar frá Bavou og tóku til við drykkju. Bavou var þögull það kvöld.


Önnur saga af Bavou er þegar hann bauð mér og Hjalta Pálma í mat. Svo bara upp úr þurru varð hann alvarlegur og tilkynnti okkur; "I like Píka!" Við Hjalti áttum erfitt með okkur en tókum samt undir með honum og sögðumst skilja það vel. En hann vildi leggja áherslu á orð sín, stóð upp og sagði; " I really like Píka. You know, Píka, goalkeeper in Valur". "Oh, you meen Begga" náði Hjalti að stynja upp milli hláturs og gráturs. Bavou var sem sagt heitur fyrir henni Beggu markmanni. 


-Ef þú mættir koma með eina ábendingu til dómara, hver mundi hún vera? Þetta er mannskemmandi starf og þið ættuð að finna ykkur annað lífsviðurværi og sjá, þið munið blómstra.


-Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Upphitun sem felur ekki í sér fótbolta. 


-Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Ætli það sé ekki pabbi.


-Áttu önnur áhugmál fyrir utan handboltan og hver þá? Já, hef gríðaráhuga á að snæða mat. Vandræðalega mikinn.
-Ertu trúaður? Nei, guð forði mér frá þeirri vitleysu


-Hver er uppáhalds skemmtistaðurinn þinn? Þið getið fundið mig á Vegamótum um helgar, allar helgar. Ef allt klikkar á Vegó er staðurinn Hverfis, stundin er sex að morgni og markmiðið er sleikur. 


-Hver er uppáhalds matsölustaðurinn þinn? Hereford er fínn svona milli mála.


-Hvað er rómó? Að haldast í hendur og horfast í augu. 


-Hvað er sexý? Stúlkur í sokkaböndum og Ægir í sokkabuxum.


-Er þú horfir á handboltaleik hjá stúlkunum, ertu þá að horfa á leikinn vegna handboltans eða stelpnanna? Beggja blands


-Hvernig reynir þú við þitt kyn eða hitt kynið? Á dömurnar dugir oftast að segjast vilja geta við þær börn. Þessi setning gefst ekki jafn vel á drengina og er þá næsta skref oftast gamla góða pillan í glasið. 


-Ef þú þyrftir að velja á milli þess að horfa á handboltaleik, borða góðan mat, eiga góðan tíma með félögunum eða njóta ásta, hvað mundi það verða? Njóta ásta með félögunum.


-Ertu ástfanginn? Nei því miður. 


-Hverjir eru almennt helstu kostir kvennfólks? Þær eru svo mjúkar.


-Hverjir eru almennt helstu gallar kvennfólks? Eins og Megas segir: Dömueðlið er af dyggðum rýrt


-Fallegasti kvennmaður sem þú hefur séð? Nanna Kolbrún æskuást, Dóra María knattmær og Tinna Þorsteins fyrrverandi.


-Hvaða persónu mundir þú helst vilja hitta? Mig á mismunandi lífsskeiðum


S-tefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni og hverju þá? Nei, algjörlega stefnulaus. Er með fullt af háskólagráðum á bakinu en enda örugglega á bensínstöð. 
Ertu góður í handbolta? Hógværð heftir svar


-Ferðu á snyrtistofu? Fer ég á snyrtistofu???


-Hvað dreymir þig um? Mig dreymir um lagið "Mig dreymir" með Hreimi.


-Án hvers gætir þú ekki lifað? Samveru og samlífis


-Án hvers gætir þú lifað? Frostlagar, sultu og sýfilis.


-Hvað dettur þér í hug er þú heyrir:
Handbolti? Tímaþjófur
Valur? Stærsta og sigursælasta félag landsins.
Nakinn karlmaður? Ægir að syngja í sturtu og Pálmar að þvo mér.
Nakinn kvennmaður? Valsstúlkur í gengum gægjugat.
RLR? LSD
Vodafone? Hlíðarendi að selja sálu sína
Frjálsi? Græðgi, grimmd, yfirgangur.
Peningar? Lagið "It's all about the money, all about the dummdummdididummdumm"
Ást? Ásta Ragnheiður Pétursdóttir fyrrum þula hjá ríkisútvarpinu.
Kynlíf? Eitthvað sem er i boði í síma 6151561.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.