11.1.2008 | 13:49
Fagmenn í fóðurleit; Lóuhreiðrið
Lóuhreiðrið var einn frægasti pistill Fagmanna því ekki nóg með það að eigendur og viðskiptavinir staðarins hringdu inn á Fréttablaðið og kvörtuðu þá vorum við reknir með skömm eftir birtinguna. Ástæður fyrir brottrekstri Fagmanna var ólíðandi málfar og að við töluðum niður gesti staðarins. Eftir auðmjúkar afsakanir vorum við þó endurráðnir en það stóð nú stutt..... Eftirmála pistilsins er sá að Lóuhreiðrið fór á hausinn. Tenging? Maður spyr sig.
Fagmenn í fóðurleit
- Út að borða með Lionel -
Kaffistofan Lóuhreiður Kjörgarði
Borðað: For: Sveppasúpa og brauð.Aðall: Fiskréttur með kartöflum, salati, hrísgrjónum og perum úr dós. Aftan:Marengskaka og kaffi.
Gæði fæðis: Forrétturinn var eins og niðursoðnir sveppir hitaðir í soðinu úr niðursuðudósinni, kallaðist súpa á matseðlinum. Aðallinn olli einnig vonbrigðum. Fiskurinn leit vel út á pappírnum en bragðaðist eins og hann hafi látist í olíubrák og síðan halaður upp og eldaður mánuðum eftir að hann drapst. Það má leiða líkum að því að salatið hafi einnig andast í þessari sömu olíubrák. Kartöflurnar stóðu upp úr og brögðuðust eins og kartöflur. Í neyð var verslaður eftirréttur til að bjarga málunum en allt kom fyrir ekki, kakan var eins og úlfur í sauðagæru. Við héldum að hún væri góð en hún var vond. Vond eins og norn.
Verð: 1750 karl fyrir allt heilaklabbið. Of hátt! Svona matur ætti að vera ókeypis.
Þjónusta: Eymdarleg.
Stemning: Iðnaðarmannastemning. Þjónustukonur þekkja hvern kjaft með nafni. Iðnaðarmenn streyma í hrönnum inn í hreiðrið því þeir vita ekki betur og halda að matur eigi að bragðast svona. Einfarar eiga hér einnig afdrep og spjalla út í loftið við aðra einfara. Fagmenn voru hér eins og illa gerðir hlutir sem þeir eru klárlega ekki dagsdaglega.
Dollan: Engin dolla fannst ásvæðinu sem jók enn á þá vanlíðan sem byggst hafði upp með hverjum réttinum áfætur öðrum.
Annað: Eftir for, aðal og aftan fundu fagmenn sig knúna til að fá sér pylsu í ónefndri sjoppu til að slá á óbragðið.
Kennaraeinkunn: Lóuhreiður var ekki að fá´ann. 8 fiskar.
Fagmenn þakka fóðrið.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég trúi ekki að þessi grein hafi birst í Fréttablaðinu! En sú snilld...
ingvar G. (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.