Leita í fréttum mbl.is

Fagmenn í fóðurleit; Svarta Kaffið

Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra ístarfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu.Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.

 

Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opinn hug, þandar nasir og smurt vélinda. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.

 

Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.


 

 

Fagmenní fóðurleit

-útað borða með Lionel-

 

 

SvartaKaffið

SvartaKaffi

 

Borðað: Aðall: Lasagna að hætti Svarta Kaffi. Aftan: Frönsk súkkulaðikaka og svart kaffi.

 

Gæði fæðis: Aðall: Lasagnað var mjög bragðgott en nokkuð seigt. Fílíngurinn var eins og að japla á gömlu en þó bragðgóðu Húbba Búbba tyggjói. Lasagnað var af skornum skammti og reynt var að breiða yfir nískuna með salati. Troðfullur diskur af salati með smá lasagnaklípu vakti þá tilfinningu að við hefðum í raun pantað okkur salat. Það er rangt. Við gerðum það ekki. Annar skammturinn var svo brenndur að um fjórðungur hans var óætur sem gerði lítinn skammt enn minni.

Aftan: Sú franska var ljúffeng en að sama skapi petit. Svarta kaffið var virkilega gott.

 

Verð: 1800 karl fyrir lítinn aðal og lítinn aftan. Verulega hátt verð fyrir verulega smávaxinn snæðing.  

 

Þjónusta: Fullkomin þjónusta. Liðug og löguleg þjónustumær uppfyllti allar okkar leyndustu óskir. Þjónustan bjargaði staðnum frá niðurlægingu.

 

Stemning: Tryllt heimsvaldastefnustemning. Lekker staður (svo maður sletti nú aðeins áhollensku), innviði klætt viði með viðarmunum á veggjum djúpt úr svörtustu Afríku.

 

Dollan: Einkennileg hönnun þar sem herbergið sjálft er rúmgott en dollan er staðsett út í horni. Þrengslin í horninu gera það að verkum verkum að setið er með hnén þétt saman svo losun reynist örðug. Mjög góð loftræsting sem heyrist vel í. Loftræstihljóðið fyllir notandann öryggi um að hann verði ekki litinn hornauga á staðnum þegar af dollunni er haldið.  

 

Annað: Pirrandi að fara út af veitingastað svangur.

 

Kennaraeinkunn: Ekki upp á marga fiska. 18 fiskar.

 

Fagmenn þakka fóðrið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju ertu appelsínugulur á myndinni? Þú lítur út eins og trúður

Gunnur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband