Leita í fréttum mbl.is

Fjölnisvegur 13 seldur?

Sú staða er nú komin upp að allar líkur benda til þess að höll foreldra minna verði boðin hæstbjóðanda innan skamms. Ástæðuna má rekja til hljóðs sem virðist ætla að ná tilgangi sínum og flæma foreldra mína burt úr húsakynnum sínum fyrir fullt og allt. Hljóðinu má líkja við það hljóð sem reykskynjari gefur frá sér sé hann langt leiddur í rafmagnsleysinu. Þetta hljóð er stutt bíb og uppruni þess er öllum hulinn. Þetta hljóð virðist einnig þeirrar náttúru gætt að vera mannlegt, það er að segja hljóðið ber með sér persóueinkenni einhverrar óþolandi mannveru sem öllum vill illt. Þetta er nú einhverjar ýkjur gætu sumir reynt að segja en vei þeim því svo er ei. Þetta hljóð vinnur myrkranna á milli við að gera heimilisfólk veikt á sálinni og það skemmtir sér aðallega við eitt; það er að þegar þú heyrir hljóðið þá líturðu upp og bölvar því. Þá kannski svona tíu sekúndum seinna heyrist það aftur og þú ferð á stjá. Þú færir þig varfærnislega að þeim stað sem þú telur hljóðið vera upprunið frá og viti menn..... ekkert! En um leið og þú snýrð þér við og gengur í burtu kallar það aftur á þig og maður finnur að það hlakkar í því. Við höfum reynt að útiloka ýmsa staði en allt kemur fyrir ekki. Hljóðið var búið að heyrast á um það bil mínútufresti í svona 10 mínútur þegar Bára, kona bróður míns, giskar á að það komi úr geymslunni og ákveður því að taka sér þar bólfestu uns hún geti rakið slóðina að hreiðri hljóðsins. Eftir 50 mínútna þögn og glataðan tíma fjarri öllum samskiptum í kaldri geymslunni gefst Bára upp og fer í fússi. Hún er að sjálfsögðu kvödd í bak og fyrir af hljóðinu. Nú eru liðnir fimm dagar. Sérhver dagur byrjar þannig að hljóðið býður góðan dag og foreldrar mínir tauta við morgunverðarborðið að þessi dagur verði tileinkaður hljóðinu og leitinni að því. Við höfum tekið rafhlöður úr þeim tækjum sem við vitum af, öll rafmagnstæki hafa verið tekin úr sambandi en allt kemur fyrir ekki. Oftast skemmtir bansett hljóðið sér við að taka góða hálftímapásu eftir róttæk inngrip af okkar hálfu. Við bíðum lömuð af spennu upp í sófa í grafarþögn og býðum þess á jaðri taugaveiklunar hvers verða vill. Það er akkurat á snúningspunktinum, þeirri stund þegar nógu langur tími er liðinn að við eygjum von á að fá lífskjörin til baka, sem hljóðið tekur við sér og mætir trylltara til leiks en nokkru sinni fyr. Veit ekki hversu lengi þessi fjölskylda heldur út en tíminn styttist eins og óð fluga.
Fyrsta boð er 900.þúsund.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er dularfullt en yfirleitt er unnt að finna haldbærar skýringar. Áður fyrr var minnst á draugagang eða yfirskinleg fyrirbæri sem nefnt hefur ýmsum nöfnum. Vonandi er ekki um virkilegan draugagang (Poltargeist) að ræða. Fremur er spurning hvort þarna gæti verið einhver missmíð á hitalögnum, loft komist inn á lagnirnar eða e-ð annað því tengdu.

Sigurður Grétar pípulagningarmeistari hefur ritað mjög fræðandi og skemmtilegar greinar í Morgunblaðið í áraraðir kann ábyggilega skýringu á þessu. Hann er með ráð undir rifi hverju!

Víða er svonefnd húsasótt í eldri húsum. Talað hefur verið um að inntak á rafmagni og vatni geti valdið mismunandi segulsviði sé inntakið á sitthvorum staðnum í kjallara. Rétt er að benda í þessu sambandi á heimasíðuna: http://frontpage.simnet.is/vgv/

Þar tekur raffræðingur rækilega á þessu máli og á síðu þessari er mýgrútur upplýsinga um þessi mál sem tengjast rafmagni, rafsegulmagni og fleiru sem veldur vanlíðan í eldri húsum. Höfundurinn Valdemar Gísli hefur kennt lengi í Iðnskólanum í Reykjavík er mjög virtur fræðimaður á þessu sviði og hefur hann oft getað leyst úr vandræðum sem þessum.

Óskandi er að þið fáið sem fyrst skýringar á þessum vandræðum og góð ráð hvernig losna megi við þennan þráláta annmarka. 

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2008 kl. 14:34

2 identicon

Hahahahahaha!

Þetta er bara með því fyndnara sem ég hef lesið.

Hjalti Pé (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 15:56

3 identicon

Nei hver andskotinn.....

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:40

4 identicon

Ég hef sterkan grun um að hljóðið tengist ónefndum nágranna sem virðist eiga sér eitt markmið í lífinu og það er að yfirtaka okkar yndislega Fjölnisveg.. Ég skal láta þig vita ef eitthvað subbuhljóð heyrist í húsi númer 14 ;)

Sigrún nágranni á 14 (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 01:13

5 identicon

lentum í þessu á skothúsveginum og þá reyndist það vera frystiskápurinn ... honum var hent

katla (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 02:34

6 identicon

Býð 950.000

Gunnur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband