Leita í fréttum mbl.is

Fagmenn í Fóðurleit; Te & Kaffi

Eftirfarandi er síðasti pistill Fagmanna sem birtist í Fréttablaðinu. Eftir að hafa verið reknir eftir Lóuhreiðurspistilinn báðum við um annan séns. Sá séns lét lífið er við skiluðum pistlinum sem á eftir þessum kemur, þ.e. um Barinn. Sá pistill var aldrei birtur og enn og aftur vorum við reknir. En það átti sko eftir að draga dilk á eftir sér;) 

 

 

Fagmenn í Fóðurleit

-út að borða með Lionel-

 

 

 Te &Kaffi

TeogKaffi

 

 

Borðað: For:Paprikusúpa með brauði. Aðall: "Foccacia" brauðhlemmur með kjúklingi, baconi, mozzarellaosti og sólþurrkuðum tómötum og ferskt salat. Aftan: Frönsk súkkulaðikaka með rjóma og te & kaffi. Reynt var að panta ferskt ávaxtasalat með léttri vanillusósu og gulrótarköku með rjóma sem aldrei bregst en matseðillinn miðlaði villandi upplýsingum því hvorugt var á boðstólunum.

 

Gæði fæðis: Einkennileg en góð súpa, fór samt lítið fyrir paprikum og paprikubragði. Brauðhlemmurinn var hvorutveggja seðjandi og þokkafullur í senn. Hann uppfyllti allar skyldur brauðhlemms. Teið bragðaðist eins og sviti af sætri stelpu. Þeir þekkja sem reynt hafa.

 

Verð: Fimmtánhundruðkarl.Frekar í dýrari kantinum.  

 

Þjónusta: Afar góð og geðsleg þjónusta. Boðið var upp á smökkun áður en pantað var (öryggisatriði).

 

Stemning: Inni á þessum munaðarfulla stað ríkir eitursvöl kaffistemning. Hér hittist gáfað fólk með gleraugu. Rólegir og þægilegir tónar framkalla frið. Því til staðfestingar urðum við ekki varir við nein slagsmál sem heyrir til tíðinda í miðbæ Reykjavíkur.

 

Dollan: Virkilega fágað salerni. Allt var til alls og snyrtimennska í fyrirrúmi. Á þessari dollu vildi ég sitja alla mína daga.

 

Annað: Í miðri máltíð fylltist staðurinn af reyk. Enn er óupplýst hvort þar hafi verið á ferðinni hluti af skemmtidagskrá eða helber ólukka.

 

Kennaraeinkunn: Upp á marga fiska. 27 fiskar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband