Leita í fréttum mbl.is

Fagmenn í Fóðurleit; Barinn

Núnú, hér kemur hinn bannfærði pistill Fagmanna um Barinn. Þessi pistill leit aldrei daagsins ljós því við vorum reknir eftir að hafa skilað honum inn. Við mótmæltum að sjálfsögðu og bentum á að hvergi væru ósannindi að finna í skrifum vorum en allt kom fyrir ekki. 

Þess má þó geta að við vorum alltaf búnir að dæma nokkra staði fram í tímann svo enn eiga eftir að birtast nokkrir girnilegir pistlar. Myndir voru teknar fyrir utan þá staði en því miður vegna skorts á birtingu hafa þær myndir ekki komið fyrir sjónu okkar. 

 

 -Fagmenn í Fóðurleit-

-út að borða með Lionel- 


þobbi



lionel-richie-2007-clive-davis-pre-grammy-awards-party-16B5By

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Barinn

-Laugavegur22-

 

 

Borðað: Plokkfiskur með rúgbrauðiog sveppasúpa.

 

Gæði fæðis: Plokkfiskurinn varljómandi, rúgbrauðið ekki síðra. Sveppasúpan var hinsvegar stórundarleg. Súpanvar mikið fyrir augað en mikil dulúð ríkti yfir bragðinu og áferðinni. Súpanleit út fyrir að vera þykk en var þunn eins og vatnsblandað léttjógúrt meðsveppabragði. Það á aldrei að vera sveppabragð af léttjógúrti. Gott bragð varaf sveppunum en hveitisullið sem þeir flutu í var hrópandi bragðlaust.Smjörlíkiseftirbragðið af matnum sló ekki í gegn hjá fagmönnum.

 

Verð: 1400 karl. Fínt verð ápappírnum fyrir plokk-svepp en vont verð sé miðað við nautn etenda.

 

Þjónusta: Hýr en varkár, svolítiðþýsk.

 

Stemning: Það var hálf glataðað vera fredrú á Barnum þar sem þetta er afskaplega óheillandi staður ánáhrifa. Mælum með því að fólk helli í sig áður en það dettur í plokkfiskinn.Erfitt er að tileinka sér þá hugmynd að þessi vinsæli skemmtistaður fyrirundirmálsmenn sé matsölustaður að degi til.

 

Dollan: Blacklight á mannadollunni(öryggisatriði) meinar karlmönnum að fá sér í handlegginn eftir mat. Dömunum erþað hinsvegar í sjálfsvald sett, þar sem rautt strippljós er brúkað tillýsingar á dömudollunni.

Fagmenn mæla hiklaust með dömudollunni.

 

Kennaraeinkunn:Þeir fiska sem róa. Barinn er bát- og bjargarlaus. 10 fiskar af 37.

 

 

Fagmenn þakka fóðrið.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband