28.1.2008 | 11:46
Þvagmenn í móðurleit; Kaffi Hljómalind
Fagmenn í fóðurleit
- Út að borða með Lionel -
KaffiHljómalind
-Lífræntkaffihús-
Borðað: For: Súpadagsins. Aðall: Hljómalindarsamloka (Speltbrauð án gers með húmmus,cheddarosti, grænmeti og Dijon sinnepi) og bauna-lasagna. Með báðum réttunumfylgdi gnægð salats. Drukkið var Organic Indjánakók.
Gæði fæðis: Enn erá reiki hvort Indjánakókið hafi verið kreist úr alvöru Indjána en hitt er ákristaltæru að yfir Indjánakókinu ríkti glötuð Þjóðhátíðarstemning sem má rekjatil mikils blandbragðs. Súpan var hinsvegar ákaflega bragðgóð og bragðsterk ogfyllti fagmenn þrótti.
Lasagnað var fyllt baunum í kjötsgervi endulargervið var ekki betra en svo að baunabragðið yfirtók allt annað bragð oghélt því í gíslingu. Hljómalindarsamlokan stakk af í gæðakapphlaupi réttanna.Réttirnir voru allir mjög vel útilátnir en virkuðu einungis semuppfyllingarefni í stað orkugjafa og urðum við því syfjaðir að áti loknu.
Verð: 2100 karl áhvurn karl. Í hæstu hæðum sem má skýra með slæmum ræktunarskilyrðum í bakgarði Hljómalindar.
Stemning: Stemningstaðarins gerir hann að því sem hann er, hér ríkir samvinnufélagsandi en ekkiandi græðgishyggjunnar sem einkennir flesta aðra staði. Syfjaðar grænmetisætursvífa um staðinn. Við höfum ekki séð svona mikið af baugum samankomnum síðan átónleikum með Vínyl. Vonlítil baráttuplaköt prýða veggina ásamt litlumútklipptum álfum. Jógar og aðrir lægra settir grasbítar eiga hér í öruggt skjólað leita.
Það jók töluvert á stemninguna að það var Úlfursem borðaði með okkur.
Þjónusta: Dálítiðþreytt en mjög þægileg.
Dollan: Sterklífræn lykt var á dollunni sem heillaði okkur, líkt og við værum staddir ádömudollunni. Reglugerð staðarins er til aflestrar á vegg gegnt dollunni oggöfgar það næðisstundina til muna. Reykelsisstandurinn við hlið dollunnarveitir mikið öryggi og forðar notanda frá niðurlægingu þegar út er gengið.
Kennaraeinkunn: 21baun af 37.
Fagmenn þakka fóðrið
Flokkur: Menning og listir | Breytt 31.1.2008 kl. 15:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.