31.1.2008 | 15:44
Fagmenn í Fóðurleit; Café Óliver
Fagmenn í fóðurleit
- Út að borða með Lionel -
-CaféOliver-
Borðað: Nautarib-eye steik með rótargrænmeti, skarlottulaukssultu, kartöflum og bernesósu.
Langtímaeldaður lambaskankur með hvítlaukskartöflumús, strengjabaunum og timiansósu.
Gæði fæðis: Soðnirskankarnir komu skemmtilega á óvart þar sem soðið ket er yfirleitt ekki á boðstólum nema svið heiti. Hvítlaukskartöflumúsin, timiansósan og strengjabaunirnar tónuðu fullkomlega, líkt og rússneskur munkakór og tólf ára geldingur. Nautið stóð skönkunum ekki á sporði þó svo að bragðið hafi lofað góðu í fyrstu. Grunur leikur á að bragðið hafi verið falsað því þriðjabitabragðið var mun síðra en hið fyrstabitabragð. Að endingu var sjarminn farinn af steikinni og brosið sem kviknaði við fyrsta bitann var nú orðið að biturri minningu, blekking. Skarlottulaukssultan hljómar betur en hún bragðast og bernessósan var illskiljanleg, bernessmjör væri nær sannleikanum.
Verð: 2000 karl.Eðlilegt verð fyrir eðlulegt kjöt.
Þjónusta: Viturþjónn og þolanlega þjált glasabarn, það var greinilega nýtt.
Stemning: Sukkkeimur síðastliðinnar helgar ryðst inn í öll skynfæri við inngöngu. Eftir innrássukksins er erfitt að víkja því úr huga og liggur það á manni eins og mara út máltíðina. Hávaðinn úr loftræstikerfinu vakti furðu, þó sérstaklega vegna þess að maður frá loftræstikerfafyrirtækinu Ísloft sat eins og búðingur við barinn. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Ísloftsmaðurinn var hér staddur í eigin frítíma og því ekki við hann að sakast.
Það spillti talsvert fyrir annars góðri stemningu að hnakkaviðbjóðurinn Ásgeir Kolbeins var hvergi sjáanlegur. Það staðfesti kenningu okkar að hann sé í raun ekki til. Hann er tölvugert fyrirbæri sem bara er hægt að sjá í sjónvarpinu.
Dollan: Hugguleg aðkoma en svekkjandi innkoma. Einfaldur pappír, loftþurrkur og óþarflega mikið vatn í skálinni. Allt minnir þetta á flugstöðvadollur sem eru upp til hópa hinn versti óbjóður. Eitursúr þvagstækjan staðfestir þær sögusagnir um að árshátíð Listamannafélagsins Barpiss hafi verið haldin á neðri hæðinni.
Kennaraeinkunn: Betri er lítill fiskur en tómur diskur, 17 fiskar af 37.
Fagmenn þakka fóðrið
Flokkur: Menning og listir | Breytt 4.2.2008 kl. 22:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.