4.2.2008 | 20:57
Fagmenn í Fóðurleit; Súfistinn
-FAGMENN Í FÓÐURLEIT-
-ÚT AÐ BORÐA MEÐ LIONEL-
Súfistinn
Borðað: Súpadagsins, panini með kjúklingi. Burritos með kjöti. Súkkulaðikaka Súfistans.
Verð: 2300 karl.
Gæði fæðis: Súpan var spennandi, þykk og nóg af því í henni. Burritosinn var eins og feitur mexíkani,þykkur og slepjulegur. Paniníið var ekkert spes, talsverður sjoppubragur einkenndi réttinn. Allir réttir voru þó vel útilátnir og góðir sem uppfyllingarefni, enda ekki nema von miðað við alla miðana sem við hentum í þetta.
Dollan: Sjabbí.Hálfónotalegt að setjast á setuandvana dolluna. Setuleysið gerir dvöl, sem hefði getað orðið, að engu. Ekki alveg staðurinn til að tylla sér með blaðið.Þessi dolla hefur öðlast ákveðna óvirðingu meðal efri stétta þjóðfélagsins í gegnum tíðina. Í mörg ár hafa annars jákvæðar umræður um Súfistann liðið fyrir það hvursu slök frammistaða dollunnar hefur verið.
Þjónusta: Þjónustan var ljómandi, viðmót þægilegt og lokkandi bókasafnsstúlkur tipla um í hugum etenda.
Stemning: Menntuð stemning. Hér ríkir hið ritaða mál. Hið talaða er bælt niður. Hér er hlegið að og bent á þá er eigi bera háskólagráðu. Menntasnobb er hér í hávegum haft, því haldið á lofti og vegsamað. Hér var ekkert að finna sem heillaði Fagmenn.
Kennaraeinkunn: 18 fiskar.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.